Fiðlunemendur Tónlistarskóla Rangæinga á “Spilagleði” með Grétu Salóme og Alexander Rybak

 

Um helgina fór fram námskeiðið “Spilagleði” með Grétu Salóme og Alexander Rybak í Hörpunni. Hér eru nokkrar  myndir og vonandi koma fleiri síðar. Aðastoðarkennari á námskeiðinu var Chrissie Telma og með henni fóru 8 nemendur sem stunda nám hjá henni í fiðluleik við skólann okkar 🙂 Eins og flestir vita spilar Gréta Salóme jöfnum höndum klassíska tónlist og syngur og spilar eigin dægurlagatónlist. Sannarlega góð fyrirmynd þessi tónlistarskona og með Suzukibakgrunn enda kynnstust þær Chrissie í gegn um fiðlunámið 🙂