Harmóníkutónleikar 20. apríl kl. 17:00!

 

Harmóníkutónleikar skólans verða haldnir í Safnaðarheimlinu á Hellu föstudaginn 20. apríl kl. 17:00. Fram koma nemendur Grétars Geirssonar og félagar úr Harmóníkufélagi Rangárvallarsýslu en tónleikarnir eru hluti af samstarfi skólans og Harmóníkufélagsins. Allir velkomnir!

Síðastliðið haust gaf Harmóníkufélagið skólanum tvær nýjar harmóníkur og var það upphafið að samstarfi um eflingu harmóníkunáms í sýslunni.  Sjö nemendur á öllum aldri hafa stundað nám á harmóníku á þessu skólaári og komust færri að en vildu.

Við upphaf skólaársins 2017 – 2018.