Tónleikar í desember

7.12.2018 kl. 16:30   Nemendatónleikar  í LAVA . Fiðlu-, selló-, píanó-, klarínettu- og saxófónnemendur Ulle Hahndorf og Örlygs Benediktssonar.

8.12.2018 kl. 11:00   Nemendatónleikar í tónlistarskólanum á Hvolsvelli. Píanónemendur Guðrúnar Markúsdóttur.

12.12.2018 kl. 18:00  Nemendatónleikar í Safnaðarheimlinu á Hvolnum. Píanónemendur Laimu Jakaite.

13.12.2018 kl. 17:00  Nemendatónleikar í tónlistarskólanum á Hvolsvelli. Píanó- og söngnemendur Aðalheiðar  Margrétar Gunnarsdóttur.

14.12.2018 kl. 16:30  Nemendatónleikar í Safnaðarheimlinu á Hellu. Söng-, gítar- og píanónemendur Sigríðar Aðalsteinsdóttur, Dan Cassidy og Glódísar Margrétar Guðmundsdóttur.

19.12.2018 kl. 16:00  Jólatónleikar í Hvolnum – blönduð dagskrá. Gestum verður boðið uppá kaffi og piparkökur. 

 

Allir eru hjartanlega velkomnir á tónleika Tónlistarskóla Rangæinga!

Ryþmískir samspilstónleikar

 

 

Þá er komið að síðustu tónleikunum hjá okkur í nóvember. Þeir eru næsta miðvikudag, þann 28. nóvember og hefjast kl. 18:00. Tónleikarnir verða í skólanum á Hvolsvelli.   Þetta eru tónleikar Sigurgeirs Skafta og ryþmísku nemendanna sem taka þátt í samspili hjá honum. Nemendurnir stunda nám á rafgítar og rafbassa hjá Skafta, á trommur hjá Skúla Gíslasyni og söngvararnir stunda ryþmískt söngnám hjá Unni Birnu Björnsdóttur. Allir velkomnir!

Tónleikar í nóvember

 

Þau leiðu mistök urðu í vikunni að það láðist að tilkynna breytingar á staðsetningu samspilstónleika. Tónleikarnir áttu upphaflega að vera í Hvolnum en voru færðir í sal skólans.

Röng dagsetning var skráð  á heimasíðu fyrir tónleika sem voru í gær fimmtudag.   Nemendur og foreldrar eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Í samráði við kennara verður harmóníkunemendum boðið að koma fram á tónleikum aftur í desember.

Við biðjumst velvirðingar á þessum leiðu mistökum og reynum að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig í framtíðinni.