Jólafrí

 


Tónlistarskóli Rangæinga er kominn í jólafrí. Kennsla hefst aftur þann 3. janúar. Ef spurningar vakna varðandi starf skólans þá vinsamlegast sendið okkur tölvupóst á tonrang@tonrang.is.

Við óskum góðra og gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum gott og gefandi samstarf á því liðna.

Með kærri kveðju fyrir hönd starfsfólks,

Sigríður Aðalsteinsdóttir skólastjóri

Reykjavíkurferð fiðlunemenda

Fiðlunemendur Chrissiar Telmu Guðmundsdóttur uppskáru mikið þakklæti og gleði fyrir tónlistarflutninginn sinn um síðustu helgi. Þau heimsóttu Grund, Líknadeild og langveik börn. Einnig fóru þau í kynningu hjá fiðlusmiðnum Jóni Marínó. Þar fengu þau fræðslu um það hvernig fiðlur er smíðaðar. Ferðin var skipulögð af kennara barnanna sem naut dyggrar aðstoðar foreldra.  Frétt um ferðina birtist í jólablaði Dagskrárinnar.