Nemandi frá skólanum í Ungsveit Sinfóníuhljómsveit Íslands

Það gleður okkur mikið að segja frá  því að nemandi skólans, Elísabet Anna Dudziak, spilaði sig inn í Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands á dögunum. Elísabet Anna lauk miðstigi á fiðlu um miðjan mars og má með sanni segja að hún sé að uppskera eftir mjög mikla og góða ástundun námsins. Kennari Elísabetar Önnu er Chrissie Telma Guðmundsdóttir.
Hjartanlega til hamingju Elísabet Anna og Chrissie!

 

Elísabet Anna

Nemendatónleikar í apríl

Dagsetningar nemendatónleika í apríl 2019

Klassískir samspilstónleikar 3. apríl kl. 18:00 í Safnaðarheimilinu á Hellu

Chrissie Telma Guðmunsdóttir (fiðla): Mánudaginn 8. apríl kl. 17:00 í Safnaðarheimilinu á Hellu.

Rythmískir samspilstónleikar 9. apríl 

Eyrún Aníta Gylfadóttir og Grétar Geirsson(harmóníka): Fimmtudaginn 11. apríl kl. 17:00 í Safnaðarheimilinu á Hellu.

Lokahátíð Nótunnar í Hofi!

Það er mikill heiður og mikil eftirvænting fyrir tónlistarnemendur að koma fram á lokahátíð Nótunnar – uppskeruhátíð tónlistarskóla á Íslandi. Lokatónleikarnir fara fram í Hofi á Akureyri þann 6. apríl næstkomandi. Það er Gísella Hannesdóttir sem er fulltrúi okkar. Við óskum henni  góðrar ferðar norður og vonum að hún njóti hátíðarinnar.

Gísella Hannesdóttir flutti verkið sitt “Hinsta óskin” á svæðistónleikum Nótunnar í Salnum í Kópavogi þann 16. mars.