Byrjun skólaárs.

Ágætu nemendur, foreldrar / forráðamenn!

Skólastarf hefst þriðjudaginn 27. ágúst n.k.

Nú á haustdögum lét Sigríður Aðalsteinsdóttir af störfum sem skólastjóri

Tónlistarskóla Rangæinga.     Við starfi hennar tekur tímabundið

Sigurgeir Guðmundsson, fyrrverandi skólastjóri Grunnskólans á Hellu.

Kennarar skólans eru þeir sömu og voru við störf á síðasta skólaári.

Enn eru laus pláss í tónlistarnámi við skólann þ.á.m. í söng og þverflautunám.

Upphaf skólaársins 2019 – 2020

Ágætu nemendur, foreldrar og/eða forráðamenn!

Umsóknir um skólavist skólaárið 2019 – 2020 hafa verið afgreiddar. Staðfestingargjöld voru send til innheimtu í byrjun júlí. Ógreiddar kröfur voru felldar niður 6. ágúst.

Enn eru laus pláss á fiðlu, trommur, rafbassa, Suzukipíanó, Suzukiblokkflautu og þverflautu. Umsóknir: sjá www.tonrang.is “Skrá í tónlistarnám”.

Skóladagatal fyrir árið 2019 – 2020 gerir ráð fyrir fyrsta kennsludegi í kring um 27. ágúst. Fyrir þann tíma verða kennarar búnir að hafa samband við nemendur, foreldra og/eða forráðamenn vegna stundaskrár.

Opnunartími skrifstofu er frá 9:00 – 11:30 mánudaga til fimmtudaga. Skrifstofa skólans er lokuð til 15. ágúst.

Netfang ritara er tonrangrit@tonrang.is.
Upplýsingar um nám og umsóknir: www.tonrang.is

Með góðri kveðju og ósk um gott og gefandi skólaár,

Skólastjóri