Masterclass

Eldri samsöngur í Tónlistarskóla Rangæinga vinnur nú í lögum úr söngleiknum Vesalingarnir, Les Misérables og munu flytja það í Hvolnum á þessarri önn, feb/mars. Friðrik Erlingsson mun vera sögumaður í verkinu. Hann gerði nýja íslenska þýðingu fyrir sýningu sem Þjóðleikhúsið setti upp árið 2012.

Nú á föstudaginn 24. janúar mun Þór Breiðfjörð, sem lék aðalhlutverkið í Þjóðleikhúsinu koma til okkar og vinna með okkur á sviði.

Allir söngnemendur eru velkomnir að koma í Hvolinn og fylgjast með frá kl. 19.30, (foreldrar mega fylgja með) Þið mætið og tyllið ykkur á stóla hljóðlega og fylgist með😊

Hlökkum til að sjá ykkur

Kveðja Aðalheiður Margrét, söngkennari.