Ryþmískir samspilstónleikar 11. apríl kl. 18:00!

Næstu tónleikar skólans eru ryþmískir samspilstónleikar. Þeir verða haldnir miðvikudaginn 11. apríl kl. 18:00 í Safnaðarheimlinu á Hellu.

Fram koma samspilshópar frá Hellu, Hvolsvelli og  í fyrsta sinn kemur fram nýstofnaður samspilshópur yngri nemenda.  Umsjón með rafmögnuðum samspilshópum hefur Sigurgeir Skafti Flosason. Allir velkomnir!