Kórskóli

Kórskólinn er starfrækur að tilstuðlan Oddasóknar í samstarfi við Tónlistarskóla Rangæinga. Framundan á þessu skólaári eru jólatónleikar í byrjun desember og vortónleikar í lok vorannar.

Æfingar fara fram í Safnaðarheimilinu á Hellu og er áhersla lögð á kennslu í líkamsstöðu, raddbeitingu og grundvallaratriðið í tónfræði og nótnalestri.

Kennslan er nemendum að kostnaðarlausu. Skilyrði fyrir þátttöku er áhugi á kórsöng og vinnusemi. Ekki verður tekið við nýjum nemendum eftir miðjan október.

Æfingar fara fram í Safnaðarheimilinu á Hellu.

Yngri hópur æfir á þriðjudögum frá kl. 14:00 til 15:00.

Umsjón með starfinu í vetur hefur Sigríður Aðalsteinsdóttir.

Upplýsingar um kórstarfið veitir Heiðrún Ólafsdóttir heidrunolafs@gmail.com eða Sigríður Aðalsteinsdóttir tonrang@tonrang.is