Um skólann

Skólaárið 2018 – 2019 starfa  22 kennarar við skólann í 10,5 stöðugildi að stjórnanda meðtöldum.

Nemendur í einkanámi eru 159.

Nemendur í forskóla grunnskóla eru 122.

Nemendur í forskóla í leikskóla eru 45.

Heildarfjöldi nemenda: 326

Dreifing nemenda í einkanámi á hljóðfæri skólaárið 2018 – 2019 eftir námsstigum (grunnnám, miðnám, framhaldsstig):

Námsgrein G M F
BLF 1 2 0
BLFSUZ 4 0 0
FIÐ 6 4 0
GÍT 17 0 0
GÍTSUZ 1 0 0
HAR 12 0 0
KLA 1 0 0
PNO 46 6 2
RBA 4 0 0
RGÍ 2 0 0
SAX 1 1 0
SEL 2 0 0
SUZF1 7 0 0
SUZPN 1 0 0
SÖN 17 1 0
TPT 1 0 0
TRO 13 0 0
ÞFL 5 1 1
141 15 3

 

Með starfrækslu öflugs tónlistarskóla er öllum nemendum á grunnskólaaldri og fullorðnum íbúum gefinn kostur á tónlistarnámi Rangárþingi. Öll forskólakennsla fyrir leik- og grunnskóla á svæðinu fer fram á vegum tónlistarskólans.

Við skólann stunda að jafnaði 280 nemendur nám. Þar með eru taldir forskólanemendur leikskóla og forskóli grunnskóla. Nemendur sem stunda hljóðfæranám skólaárið 2015 – 2016 er nú um 180.

Skólinn starfar samkvæmt lögum um tónlistarskóla, er rekinn af Héraðsnefnd sýslunnar og taka allir hrepparnir innan hennar þátt í rekstri hans. Kennt er samkvæmt Aðanámskrá tónlistarsskóla, greinanámskrám, klassískum og ryþmískum hljóðfæraleik.

Skólanámskrá Tónlistarskóla Rangæinga byggist upp á meginmarkmiðum Aðalnámskrár tónlistarskóla.

Stigspróf/skólastig eru tekin í hljóðfæraleik, söng og í tónfræðigreinum. Prófdómarar eru kennarar við skólann.

Áfangapróf í hljóðfæraleik, söng og tónfræðigreinum fara fram í samvinnu við prófanefnd tónlistarskóla.

Skólinn nær yfir mjög stórt dreifbýlt svæði og tekur starfsemi og rekstur skólans óhjákvæmilega mið af því að vegalengdir eru miklar bæði fyrir nemendur og kennara.

Skólastefna Tónlistarskóla Rangæinga.

Inngangur

Tónlistarskóli Rangæinga sem starfar samkvæmt lögum um tónlistarskóla, er rekinn af byggðasamlagi, Tónlistarskóli Ranæginga bs., og taka öll sveitarfélgög sýslunnar þátt í rekstri hans. Skólinn nær yfir mjög stórt dreifbýlt svæði og tekur starfsemi og rekstur skólans óhjákvæmilega mið af því að vegalengdir eru miklar bæði fyrir nemendur og kennara. Með starfrækslu öflugs tónlistarskóla er öllum íbúum gefin kostur á því að stunda hljóðfæranám.

Stjórnun

 • Skólanefnd/stjórn
 • Skólastjóri – með fagþekkingu , ábyrgur fyrir stjórnun skólans faglega og rekstrarlega. Ábyrgð á starfsmannastjórnun – sér um ráðningar.
 • Hlutverk stjórnar: Tengiliður við byggðasamlag, ábyrgð á gerð fjárhagsáætlunar og að unnið sé eftir henni, tryggja aðbúnað.

Markmið

 • Bjóða upp á einstaklingskennslu í hljóðfæraleik og söng.
 • Veita sambærilega forskólakennslu fyrir alla nemendur 1./2.- 3./4. bekkjar í Rangárvallasýslu.
 • Nemendum gefist kostur á að stunda hluta af tónlistarnámi sínu í samfelldum skóladegi í eigin skóla eftir ósk foreldra.
 • Stuðla að góðri fagmenntun tónlistarmanna og tónlistarkennara, kennarar eru fyrirmynd.
 • Að laða að skólanum háskólamenntaða tónlistarkennara og tónlistarfólk til að miðla þekkingu og reynslu.
 • Stuðla að eflingu tónlistarlífs í samfélaginu.
 • Stuðla að menningarlegri upplifun nemenda.
 • Stefnt að því að styrkja tengsl foreldra við skólann.
 • Að námsframboð sér sambærilegt á öllum kennslustöðum skólans.
 • Að leggja áherslu á að kennd sé hefðbundin (sígild) tónlist samkvæmt Aðalnámskrá og ryþmísk tónlist samkvæmt Aðalnámskrá
 • Að leggja áherslu á að hvetja nemendur til að stefna að próftöku á námsferli sínum.

Leiðir

 • Starfsstöðvar skólans eru þrjár og starfa í nánum tengslum við grunnskóla sýslunnar.
 • TR starfar í nánum tengslum við grunnskóla sýslunnar. TR sér um forskólakennslu í leik- og grunnskólum sýslunnar þar sem öllum nemendum í á lokaári leikskóla býðst tónlistarfræðsla og nemendum í 1./2. – 3./4. bekk býðst að læra grundvallaratriði á hljóðfæri sér að kostnaðarlausu.
 • Skólanámskrá TR taki mið af gildandi lögum úr nýrri aðalnámskrá og greinanámskrám tónlistarskóla þar sem rík áhersla er lögð á að nemendur öðlist áhuga á tónlist og tónlistariðkun.
 • Prófdæming og námsmat verði samræmt
 • Nemandi skal eiga lögheimili í Rangárvallasýslu.
 • Nemandi þarf að hafa náð ákveðnum þroska til að hefja hljóðfæranám, en undantekningar geta verið eftir þroska nemanda og séreinkennum hljóðfæris.
 • Boðið er uppá Suzukinám fyrir börn á leikskólaaldri
 • Kennsla í hliðarnámsgreinum s.s. tónfræði og tónheyrn á fyrsta stigi fer fram inni í hljóðfæratímunum, en síðan í hóptímum.