Einsöngur

Innra prófakerfi Tónlistarskóla Rangæinga styðst við kröfur sem gerðar eru til hljóðfæra/söngnemenda í Aðalnámskrá tónlistarskóla.

Innra prófakerfi tónlistarskólans er stigakerfi (1 – 6 stig). 1. og 2. stig er tekið áður en nemandi tekur fyrsta áfangapróf, grunnpróf, í hljóðfæraleik eða söng. 4. stig er forstig fyrir miðpróf í söng og 6. stig er forstig fyrir lokapróf úr tónlistarskóla, framhaldspróf.

1. og 2. stig í tónfræði er kennt í einkatímum hjá tónlistarkennara samhliða hljóðfæra/söngnáminu.

Gert er ráð fyrir að þegar nemandi hefur lokið 2. stigi í hljóðfæraleik/söng að hann hafi þjálfast reglulega í samsöng/samspili og tónleikahaldi.  Nemandi skal spila/syngja á minnst tveimur tónleikum á námsárinu. Tvö verkefni á hverjum tónleikum.

Prófkröfur fyrir 1. og 2. stig í hljóðfæraleik/söng

1. stig

Alls eru undirbúin 5 lög, þar af eitt valverkefni.  Af þessum lögum skulu vera eitt íslenskt þjóðlag og eitt íslenskt sönglag. Lögin skulu sungin utanað og á ekki færri en tveim tungumálum að íslensku meðtalinni.  Verkefnin eiga að taka mið af verkefnalista í Aðalnámskrá í einsöng. Einnig skulu sungnar minnst tvær söngæfingar. Tvær þeirra úr Aðalnámskrá.

Á prófi skulu sungin 3 lög.  Nemandi velur eitt, prófdómari eitt .

Óundirbúinn nótnalestur er einnig hluti af prófinu og spannar laglínan ekki meira en fimmund og eftirfarandi solfa nöfn; Tí, Do, Re, Mi, Fa og So.

2. stig

Alls eru undirbúin 7 lög, þar af eitt valverkefni.  Af þeim skulu vera minnst tvö íslensk þjóðlög, eitt íslenskt sönglag og eitt erlent þjóðlag. Lögin skulu sungin utanað og á ekki færri en tveim tungumálum að íslensku meðtalinni.  Verkefnin eiga að taka mið af verkefnalista í Aðalnámskrá í einsöng. Einnig skulu sungnar þrjár söngæfingar. Hluti þeirra skal vera úr Aðalnámskrá.

Á prófi eru alls sungin 4 lög.  Tvör eru prófdómari eitt

Óundirbúinn nótnalestur er hluti af söngprófi. Laglínan  spannar ekki meira en fimmund og eftirfarandi solfa nöfn; Tí, Do, Re, Mi, Fa og So.