Harmónika

Innra prófakerfi Tónlistarskóla Rangæinga styðst við kröfur sem gerðar eru til hljóðfæra/söngnemenda í Aðalnámsskrá tónlistarskóla.

Innra prófakerfi tónlistarskólans er stigakerfi (1 – 6 stig). 1. og 2. stig er tekið áður en nemandi tekur fyrsta áfangapróf, grunnpróf, í hljóðfæraleik eða söng. 4. stig er forstig fyrir miðpróf í söng og 6. stig er forstig fyrir lokapróf úr tónlistarskóla, framhaldspróf.

1, og 2. stig í tónfræði er kennt í einkatímum hjá tónlistarkennara samhliða hljóðfæra/söngnáminu.

Gert er ráð fyrir að þegar nemandi hefur lokið 2. stigi í hljóðfæraleik/söng að hann hafi þjálfast reglulega í samsöng/samspili og tónleikahaldi.  Nemandi skal spila/syngja á minnst tveimur tónleikum á námsárinu. Tvö verkefni á hverjum tónleikum.

Prófkröfur fyrir 1. og 2. stig á harmóniku

1. stig.

            Hægri hönd

            Tónstigar C, G, og F dúr, ein áttund, a moll laghæfur og hljómhæfur,

            brotnir hljómar ein áttund.

   2 stök verk

            Æfing

            Frumsamið lag

            Óundirbúinn nótnalestur

2. stig.

            Báðar hendur ein áttund.

Tónstigar C, G og F dúr,

a, d, og e moll laghæfur og hljómhæfur.

Grunnhljómur, undirforhljómur, forhljómur, grunnhljómur og brotnir hljómar.

   Hægri hönd

            C dúr tvær áttundir

Krómantískur – ein áttund.

2 stök verk

1 æfing

Frumsamið lag

Óundirbúinn nótnalestur