Skapandi tónlist – tilraunaverkefni

Fyrirmyndin af þessari námslínu er fengin frá Tónlistarskólanum á Akureyri: https://www.tonak.is/is/namid/studentsbraut-1/skapandi-tonlist/adalfag-i-skapandi-tonlist Þar er boðið uppá „Skapandi tónlist“  til stúdentsprófs.

Við Tónlistarskóla Rangæinga verður börnum á grunnskólaaldri boðið að stunda nám þar sem markmiðin eru áþekk en kröfur miðaðar við aldur og getustig. Skólaárið 2019 – 2020 er tilraunaár þar sem boðið er uppá meginhljóðfæri söng/píanó eða önnur hljóðfæri. Nemendur læra á hljóðfærið fá fræðslu um ólíka stíla í söng/hljóðfæraleik bæði í gegn um hlustun og kynningar/fræðslu. Nemendur fá aðstoð við að skapa sína eigin tónlist.