Hljómsveitarstarf og samsöngur

 

  • Samsöngur: Aðalheiður Margrét Gunnarsdóttir og Þórunn Elfa Stefánsdóttir. Í samsöng er kennd framkoma og túlkun.
  • Strengjasveit: Ulle Hahndorf og Chrissie Telma Guðmundsdóttir. Þátttaka í strengjasveit er  fastur hluti af námi strengjanemenda við skólann. Æfingar eru aðra hverja viku til skiptis á Hellu og Hvolsvelli.
  • Ryþmísk samspil – Hellu og Hvolsvelli: Aðalheiður Margrét Gunnarsdóttir, Sigurgeir Skafti Flosason og Skúli Gíslasson. Æft er einu sinni í viku á Hellu og Hvolsvselli. Til að taka þátt í ryþmísku samspili þurfa nemendur að hafa náð tilskyldum aldri og/eða hafa náð tilskyldu valdi á hljóðfærum sínum.
  • Annað samspil: Lögð er áhersla á samspil í öllu hljóðfæranámi við skólann. Fer það þó eftir eðli hljóðfæra hversu stórir samsmpilshóparnir eru. Tónlistarskólakennurum er skylt að efla hæfni nemenda í samspili, samvinnu og efla hinn skapandi þátt kennslunnar óháð aldri og getu.

Samspil og samsöngur er mikilvægur hluti tónlistarsnámsins við skólann og gerir gott nám betra.