Nám og kennsla

Tónlistarskóli Rangæinga starfar samkvæmt lögum um tónlistarskóla nr. 75/1985 og allt nám við skólann fer fram samkvæmt Aðalnámskrá tónlistarskóla frá árinu 2000.

Markmið og stefna skólans er að nemendur hans stefni allir í att að því að ljúka fullgildum áfangaprófum frá skólanum. Hvort heldur sem þeir hyggjast gera tónlistina að lífsviðurværi og/eða njóta hennar sem lífsfyllingar.

Markmiði og stefnu skólans er fylgt eftir með faglegri nálgun tónlistarskólakennara í vali á kennsluaðferðum, gerð einstaklingsnámkráa og góðu samstarfi við nemendur og foreldra.

Skólaár Tónlistarskóla Rangæinga er að jafnaði 33,8 vikur og kennsludagar nemenda 169. Við gerð skóladagatals lagar skólinn sig að starfsárum grunnskólanna á svæðinu. Jólafrí, páskafrí og sumarfrí eru í samræmi við það. Skóladagatal Tónlistarskóla Rangæina fyrir starfsárið 2021 - 2022 má finna HÉR. Er það birt með fyrirvara um breytingar.

Skólaárið 2020- 2021 starfa 22 kennarar í 11 stöðugildum við Tónlistarskóla Rangæinga. Fjöldi nemenda er að jafnaði 250 – 300. Allar upplýsingar um nám og námskröfur er að finna á heimasíðu skólans www.tonrang.is undir “Nám og kennsla”.

Skólastjóri er Sandra Rún Jónsdóttir

 

Netfang: tonrang@tonrang.is