Tónfræðigreinar

Tónfræðigreinar eru skyldunámsgreinar og hluti af áfangaprófum. Áfangaprófi samkvæmt Aðalnámskrá telst ekki lokið að fullu nema prófi í samsvarandi áfanga í tónfræði/hljómfræði sé lokið. Við Tónlistarskóla Rangæinga er kennd tónfræði samkvæmt námskrá um tónfræðigreinar. Áhersla er lögð á að nemendur ljúki grunnprófi og miðnámi í tónfræði.  Nemendur klára ópus 1 og 2 hjá viðkomandi hljóðfærakennara en fara svo í hóptíma í ópus 3 og klára grunnpróf í tónfræðagreinum að því loknu. 

Tónfræði á miðstigi er kennt að mestu leiti í fjarnámi en kennarinn kemur að meðaltali einu sinni í mánuði og hittir nemendur.

Kennsla í hljómfræði sem er hluti af námi á framhaldsstigi fer fram ef fjöldi nemenda er nægur til að mynda hópa. Bent er á að hægt er að stunda fjarnám í hljómfræði við Menntaskólann í Tónlist.