Æfingar ryþmasveitar eru að hefjast!

Í ryþmísku samspili í Tónlistarskóla Rangæinga koma nemendur saman í hljómsveitarstofunni og vinna saman tónlist og spila saman á uppákomum yfir veturinn.

Í tilefni 60 ára afmælis Tónlistarskóla Rangæinga ætlum við að vinna með íslenska þjóðlagatónlist og setja hana í skemmtilegt nútímalegt form þar sem nemendur taka mikinn þátt í að skapa og hafa áhrif á tónlistina. Öll hljóðfæri eru velkomin en nemandi þarf að hafa kunnáttu og vera sjálfstæður á sitt hljóðfæri.

Nemandinn og kennari ákveða í sameiningu hvort að þátttaka í ryþmasveit er tímabær. Mæting og ástundun er skráð í námsferil nemenda.

Æfingar verða sem hér segir:

Á Hvolsvelli: þriðjudögum kl. 15.45-16.30, í trommustofu skólans.

Kennarar: Aðalheiður Margrét Gunnarsdóttir, meðstjórnandi Skúli Gíslason.

Á Hellu: fimmtudögum kl. 17.10 – 18.00, í Grunnskólanum á Hellu.

Kennarar: Sigurgeir Skafti Flosason, meðstjórnandi Aðalheiður Margrét Gunnarsd.

 

Skólagjöld 2016 – 2017

Skólagjöld verða send til innheimtu um miðjan september. Þau hækka lítillega á milli ára eða sem svara hækkun á neysluvísitölu frá ágúst 2015 til júlí 2016.

Allar fyrirspurnir varðandi skólagjöld nemenda skala senda á tonrangrit@tonrang.is. Ritari svara öllum fyrirspurnum varðandi gjöldin.

Innheimtu skólagjalda annast KPMG á Hellu. Þegar krafa hefur verið send í heimabanka eru greiðendur beðnir að hafa samband við Rósu Tómasdóttur, gtomasdottir@kpmg.is ef þeir vilja breyta greiðsluskiptingu. Hægt er að dreifa skólagjöldum á allt að sex mánuði. Einnig er hægt að nýta raðgreiðslur.

Sundurliðuð skólagjöld er hægt að skoða með því að fara á innskráningarsíðu forráðamanna hjá School Archive. Slóðin er: https://schoolarchive.is/innskraning/

Nota þarf íslykil eða rafræn skilríki til að komast inn.

Ryþmískt samspil 2016 – 2017

Síðasta vetur hófst uppbygging ryþmadeildar við Tónlistarskóla Rangæinga. Deildin er að vaxa og í vetur verður boðið uppá hóptíma fyrir nemendur sem stunda nám á rafmögnuð hljóðfæri og trommur  á Hellu og á Hvolsvselli. Á næstu dögum verða tímarnir auglýstir.

Í vetur verður unnið með sérstakt verkefni tengt 60 ára starfsafmæli skólans. Verkefnastjóri er Aðalheiður Margrét Gunnarsdóttir söngkennari. Með henni starfa Sigurgeir Skafti Flosason rafbassakennari og Skúli Gislason trommukennari.

Nemendum sem stunda nám á klassísk hljóðfæri er boðið að taka þátt í rafmögnuðu samspili óski þeir eftir því. Gert er ráð fyrir að þeir séu þá komnir með nokkuð vald á hljóðfærinu og taki ákvörðun um þátttöku í samráði við hljóðfærakennara.

Sömu reglur gilda fyrir þessa hóptíma og aðra. Mætingar er skráðar og umsögn og einkunn gefin eftir veturinn.

Hóptímar 2016 – 2017

Nú ættu allir nemendur foreldrar og forráðamenn að hafa fengið póst varðandi hóptíma í tónfræðigreinum og tónlistarsögu.

Allir nemendur sem stunda einkanám á hljóðfæri eiga að sækja tíma í hliðarfögum.  Áfangapróf á hljóðfæri- og sögn eru ekki fullgild nema lokið sé áfangaprófi í samsvarandi tón-eða hljómfræði, nótnalestir og tónheyrn.

Mikilvægi hliðarfaga er ótvírætt. Þau eru hluti af tónlistarnáminu samkvæmt Aðalnámskrá

Nýtt skólaár er hafið!

Síðustu daga hafa kennarar tónlistarskólans verið að raða niður í stundarskrá vetrarins. Þetta getur verið dálítið púsluspil en nú ættu flestir að vera komnir með sína hljóðfæratíma. Undantekning eru þeir nemendur sem eru að fá nýja kennara. Það getur dregist aðeins fram í vikuna.

Hóptímar, tónfræði, hljómfræði, tónlistarsaga, ryþmískt samspil og strengjasveit, hefjast um miðjans september. Suzukihóptímar hjá blokkflautu, píanói og strengjum um svipað leiti.

Hóptímatöflur ættu að vera tilbúnar undir lok þessarar viku.

Ég veit að þetta er dálítill hamagangur fyrstu dagana og vikurnar að komast í fast form en þó vona ég að þetta gangi þannig að allir séu sáttir. Ef eitthvað er þá endilega hringið í mig til að ræða málin.

Fjórir nýjir kennarar eru að hefja störf við skólann. Það eru: Chrissie Thelma Guðmundsdóttir fiðluleikari sem kennir á fiðlu og í forskóla, Krístín Jóhanna Dudziak sem kennir á blokkflautu og í forskóla, Sigurgeir Flosi Skaftason sem kennir á rafbassa og rafgítar og Skúli Gíslason trommuleikari sem kennir á trommur.

Nýtt skólaár 2016 – 2017

Fyrsti kennsludagur á nýju skólaári verður 29. ágúst. Dagana 24. – 26. ágúst eru starfsdagar. Á þessum dögum munu kennarar skólans hafa samband við nemendur og forráðamenn þeirra sem skráðu sig í nám og/eða endurnýjuðu umsóknir fyrir komandi skólaár.

Við biðjum ykkur að hafa samband við okkur ef spurningar vakna. Sendið póst á tonrangrit@tonrang.is og/eða tonrang@tonrang.is.

Einnig er hægt að senda skilaboð með því að smella á Hafa samband.

Skólastjóri er til viðtals frá og með miðvikudeginum 17. ágúst. Pantið tíma á tonrang@tonrang.is eða hringið í síma 8689858.

Við hlökkum til að sjá ykkur öll!

 

Sumarfrí

Frá og með 20. maí eru kennarar Tónlistarskóla Rangæinga er komnir í sumafrí.

Skólastjóri verður í sumarfríi frá 25. maí til 10. júní og frá 1. júlí til 31. júlí. Hægt er að bóka fund með skólastjóra með því að senda póst á tonrang@tonrang.is eða hringja í síma 8689858.

Kennsla hefst að nýju mánudaginn 29. ágúst.

Hér fyrir neðan er hægt að skoða drög að skóladagatali Tónlistarskóla Rangæinga skólaárið 2016 – 2017. Við viljum vekja sérstaka athygli á því að öllum stigsprófum og áfangaprófum á hljóðfæri á að vera lokið fyrir páska 2017.

Einnig verður fyrirkomulagi á tónleikahaldi skólans breytt. Áhersla verður lögð á samspilstónleika. Bæði klassíska og ryþmíska. Vor- og hausttónleikar falla út en í stað þeirra koma “kennaratónleikar”. Hver hljóðfærikennari heldur tónleika einu sinni á haustönn og einu sinni á vorönn með sínum nemendahópi.

 Tónlistarskóladagatal Tónlistarskóla Rangæinga 2016-2017 drög

Við óskum ykkur öllum gleðilegs sumars og hlökkum til að sjá nemendur og forledra að nýju í lok ágúst.

Þriðjudagur 17. maí er síðasti kennsludagur!

Í dag, þriðjudaginn 17. maí, er síðasti kennsludagur skólaársins hjá Tónlistarskóla Rangæinga. Skólaslitin eru næsta föstudag þann 20. maí kl. 17:00. Þá er afhending einkunna, tónleikar, kaffi og með því.

Nú ættu allir sem ætla sér að halda áfram námi við Tónlistarskóla Rangæinga á næsta skólaári að vera búnir að endurnýja. Laus pláss hafa verið auglýst og um að gera að drífa sig í að skrá ef hugurinn stefnir á tónlistarnám.

Skráning í tónlistarnám fer fram rafrænt á www.tonrang.is.

 

Skólaslit og lokatónleikar

Picture2

Skólaslit Tónlistarskóla Rangæinga 2016

Skólaslit og lokatónleikar tónlistarskólans hverða 20. maí kl. 17:00 í Hvolnum.

Á tónleikunum koma fram nemendur sem luku áfangaprófum vorið 2016. Boðið verður uppá hressingu að tónleikum loknum.

Allir hjartanlega velkomnir!

Reykjavíkurferð 2016 ferðatilhögun

Reykjavíkurferð 2016 ferðatilhögun


Nú styttist í Reykjavíkurferð Tónlistarskóla Rangæinga. Innheimta fyrir ferðina er hafin og ættu greiðendur að hafa fengið rukkun í heimabanka.

Hér fyrir neðan er ferðatilhögun og upplýsingar um ferðina. Miði verður sendur heim með nemendum með þessum upplýsingum í byrjun næstu viku. Hafið samband við skólastjóra eða ritara skólans ef eitthvað er óljóst.

Reykjavíkurferð Tónlistarskóla Rangæinga 19. Maí
(smellið HÉR til að opna pdf til útprentunar: Reykjavíkurferð Tónlistarskóla Rangæinga 2016.

Hamborgarafabrikkan í Kringlunni: 16:00-18:00 og MAMMA MIA í Borgarleikhúsinu: 20:00 – 22:40.

Nemendur eru í umsjón síns kennara og/eða skólastsjóra. Nemendur á elsta stigi þurfa að skila inn leyfi frá foreldrum ef þeir mega rölta um í Kringlunni eftir matinn.

Brottför: Mæting við bílastæði grunnskólanna kl. 15:00. Laugalandi ca. 15:15.

  • Sýningin hefst kl. 20:00  
  • Sýningu lýkur kl. 22:40
  • Áætluð heimkoma: Í kring um miðnætti

Ferðatilhögun
V
ið komuna til Reykjavíkur um kl. 16:00-16:30 verður farið beint á Hamborgarafabrikkuna. Við höfum staðinn til kl. 18:00 þá eiga allir að vera búnir að borða.      Ég bið foreldra barana sem eru með ofnæmi eða óþol að láta vita sem allra fyrst ef panta þarf sérstaklega mat fyrir börnin.
Eftir matinn fylgja nemendur sínum kennurum/umsjónaraðila undantekningalaust nema foreldri fylgi barninu í ferðina. Ath! Nemendur á elsta stigi þurfa að skila inn skriflegu leyfi ef þeir mega fara á eigin vegum í Kringluna eftir matinn. Mjög mikilvægt er að þeir sem eru með leyfi hafi símanúmer hjá kennara eða skólastjóra.

Allir nemendur eiga að vera mættir í andyri Borgarleikhússins í síðasta lagi 19:30.
Ath! Nemendur eiga að snúa sér beint til síns kennara eða skólastjóra ef eitthvað kemur upp á eða ef þeim vantar aðstoð. Hringja má beint í skólastjóra í síma: 868 9858.

Þurfi foreldrar að ræða við skólastjóra eða fá nánari upplýsingar um ferðina þá er hægt að senda tölvupóst á tonrang@tonrang.is eða hringja í síma 488-4280.  Smellið á myndina hér fyrir ofan til að fá upplýsingar um sýninguna.

Upplýsingar um sýninguna: http://www.borgarleikhus.is/syningar/mamma-mia/

Þeir nemendur á elsta stigi sem ætla að rölta í Kringlunni eftir matinn þurfa að skila inn miðanum hér fyrir neða til kennara eða á skrifstofu fyrir föstudaginn 13. maí!

 


 

Ég undirritaður/undirrituð, veiti______________________________ leyfi til að fara á eigin vegum í Kringluna 19. maí eftir matinn og til kl. 19:30.

Undirskrift foreldri/forráðamanna:  _____________________________________
Símanúmer:__________________