Gleðilegt nýtt ár!

Um leið og við óskum ykkur öllum gleðilegs nýs árs bjóðum við alla nemendur og foreldra velkomin til starfa á vorönn 2019.

Skólaárið er nú hálfnað og eftir góða uppskeru haustannar höldum við með bros á vör inní vorönnina. Tölvert hefur borist af umsóknum um nám og verður reynt að finna pláss eins og hægt er. Í sumum hljóðfærum er biðlisti og lítil von um pláss á þessu skólaári. Það á t.d. við um fiðlu og harmóníku. Við getum helst tekið við nemendum í þverflautunám.

Framundan næstu vikurnar er hefðbundin kennsla en þegar líða fer á febrúar hefjast nemendatónleikar. Tónlistarkennarar munu ákveða dagsetningar sinna tónleika á allra næstu vikum.

Foreldravika verður vikuna 18. – 22. febrúar. Þá eru foreldrar boðnir sérstaklega í tíma til barnanna sinna og geta rætt við kennara um námsmarkmið vetrarins og tekið stöðuna á mætingu og ástundun. Við minnum þó á að foreldrar geta alltaf haft samband við tónlistarkennara eða skólastjóra ef spurningar vakna.

Jólafrí

 


Tónlistarskóli Rangæinga er kominn í jólafrí. Kennsla hefst aftur þann 3. janúar. Ef spurningar vakna varðandi starf skólans þá vinsamlegast sendið okkur tölvupóst á tonrang@tonrang.is.

Við óskum góðra og gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum gott og gefandi samstarf á því liðna.

Með kærri kveðju fyrir hönd starfsfólks,

Sigríður Aðalsteinsdóttir skólastjóri

Reykjavíkurferð fiðlunemenda

Fiðlunemendur Chrissiar Telmu Guðmundsdóttur uppskáru mikið þakklæti og gleði fyrir tónlistarflutninginn sinn um síðustu helgi. Þau heimsóttu Grund, Líknadeild og langveik börn. Einnig fóru þau í kynningu hjá fiðlusmiðnum Jóni Marínó. Þar fengu þau fræðslu um það hvernig fiðlur er smíðaðar. Ferðin var skipulögð af kennara barnanna sem naut dyggrar aðstoðar foreldra.  Frétt um ferðina birtist í jólablaði Dagskrárinnar.