Prófdagar – áfangapróf og stigspróf í mars

 

Mánudaginn 27. og þriðjudaginn 28. fara fram áfangapróf og stigspróf í Tónlistarskólanum á Hvolsvelli. Kennt verður samkvæmt stundatöflu á Hellu og á Laugalandi báða dagana en öll kennsla í skólanum fellur niður þriðjudaginn 28. mars. Þessa prófdaga koma prófdómarar á vegum Prófanefndar Tónlistarskóla til að dæma nemendur.

Öll önnur stigspróf á hljóðfæri sem ekki verða á þessum dögum, fara fram í tímum hjá kennara. Pródómarar eru kennarar við skólann. Þau prófa verða haldin á tímabilinu 20. mars til 7. apríl.

Við biðjum  óskum nemendum góðs gengis í prófunum.

Hafði samband við skrifstofu ef spurningar vakna.

Tónleikar 22. mars kl.

 

Næstu tónleikar skólans verða miðvikudaginn 22. mars í Safnaðarheimilinu á Hellu. Þar koma fram nemendur Þórunnar Eflu söngkennara, Kristínar Jóhönnu Dudziak blokkflautukennara og nemandi Sigríðar.  Tónleikarnir hefjast kl. 18:00. Allir  velkomnir!

 

Söngnemandi á samspilstónleikum skólans 2017
Þórunn Elfa söngkennari
Kristín Jóhanna Dudziak

Fiðlunemendur Tónlistarskóla Rangæinga á “Spilagleði” með Grétu Salóme og Alexander Rybak

 

Um helgina fór fram námskeiðið “Spilagleði” með Grétu Salóme og Alexander Rybak í Hörpunni. Hér eru nokkrar  myndir og vonandi koma fleiri síðar. Aðastoðarkennari á námskeiðinu var Chrissie Telma og með henni fóru 8 nemendur sem stunda nám hjá henni í fiðluleik við skólann okkar 🙂 Eins og flestir vita spilar Gréta Salóme jöfnum höndum klassíska tónlist og syngur og spilar eigin dægurlagatónlist. Sannarlega góð fyrirmynd þessi tónlistarskona og með Suzukibakgrunn enda kynnstust þær Chrissie í gegn um fiðlunámið 🙂