Tónleikar fyrir leikskólabörn og yngstu bekki grunnskólans í beinni útsendingu!

 

 

Smellið á myndina fyrir beina útsendingu. Tónleikarnir hefjast 24. april kl. 11:00 🙂

 

 

Af vefsíðu Kennarsambands Íslands:

“Árlega leikur Sinfóníuhljómsveit Íslands á skólatónleikum fyrir nemendur á öllum aldri án endurgjalds. Uppbókað er á alla skólatónleika hljómsveitarinnar og því mun hljómsveitin vera með beint myndstreymi úr tónleikasal frá tónleikunum með Tobba túbu. Til að horfa á streymi hljómsveitarinnar er farið inn á slóðina https://www.sinfonia.is/bein-utsending

Tónleikarnir vara í u.þ.b. 40 mínútur og eru miðvikudaginn 24.04.19 kl. 11:00. 
Viðmiðunaraldur á tónleikana er leikskólaaldur og yngstu bekkir grunnskólans. 

Tobbi túba með Sinfóníuhljómsveit Íslands

Bjarni Frímann Bjarnason hljómsveitarstjóri
Halldóra Geirharðsdóttir sögumaður og kynnir
Nimrod Ron einleikari á túbu
Myndefni við Tobba túbu Ari H. Yates
Myndefni við Loch Ness nemendur úr 3. bekk Egilsstaðaskóla undir leiðsögn Kristínar Hlíðkvist Skúladóttur

George Kleinsinger 
Tobbi túba

Thea Musgrave 
Loch Ness: Póstkort frá Skotlandi

24.04.19 miðvikudagur
Kl. 11:00 Beint myndstreymi frá skólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg.
Hlekkur á streymið https://www.sinfonia.is/bein-utsending”

 

Lokahátíð Nótunnar á N4 annan í páskum!

 

Um leið og við óskum ykkur öllum gleðilegra páska er  ánægjulegt að segja frá því að sjónvarpsstöðin N4 ætlar að sýna lokahátíð Nótunnar 2019 annan í páskum. Það er líklega í fyrsta sinn sem fólki gefst kostur á því svona stuttu eftir hátíðina.

Við hvetjum alla til að horfa á lokahátíðina á N4 um páskana. Þarna ríkir mikil spila- og sköpunargleði tónlistarnenemnda í tónlistarskólum á Íslandi og ber hátíðin vott um það vandaða og fjölbreytta starfs sem á sér stað innan skólanna. Tónlistin spannar allt frá klassík til þungarokks, frumsamdra verka og þjóðlaga.  Smellið á myndina hér fyrir neðan til að fara á N4 – sjónvarp.

Við  höfum verið dugleg að segja frá því að nemandi frá Tónlistarskóla Rangæinga valinn til þátttaöku á hátíðinn í ár. Gísella (Guðný Salvör) Hannesdóttir stóð sig frábærlega á hátíðinni með frumsamið verk. Atriðið hennar var ásamt níu öðrum valið sem eitt af framúrskarandi atriðum hátíðarinnar.

Nemendur sem hlutu viðurkenningu fyrir framúrskarandi atriði á Nótunni 2019. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga afhenti nemendum viðurkenningarnar í ár.

Hér fyrir neðan er svo mynd af þeim ungu tónskáldum sem hlutu viðurkenningu á Upptaktinum 2019.  Við höfum flutt fréttir af góðu gengi Gísellu með verkið sitt “Hinsta óskin”. Tónleikar Upptakstins fóru fram 9. apríl og þar var flutt útsetning tónlistarnemenda í Listaháskóla Íslands og í flutningi tónlistarnemenda LHÍ og atvinnuhljóðfæraleikar á verkinu hennar og hinna tónlskáldanna. Þetta voru stórglæsilegir tónleikar. Streymt var beint frá tónleikunum á Krakkarúv.

Við óskum Gísellu hjartanlega til hamingju með þennan frábæra árangur og hlökkum til samstarfs við Upptaktinn á næsta skólaári.

Hópur ungra efnilegra tónskálda sem áttu tónverk á Upptaktinum 2019. Við óskum tónskáldunum og aðstandendum Upptaksins hjartanlega til hamingju með glæsilegt verkefni.