Nýtt skólaár 2016 – 2017

Fyrsti kennsludagur á nýju skólaári verður 29. ágúst. Dagana 24. – 26. ágúst eru starfsdagar. Á þessum dögum munu kennarar skólans hafa samband við nemendur og forráðamenn þeirra sem skráðu sig í nám og/eða endurnýjuðu umsóknir fyrir komandi skólaár.

Við biðjum ykkur að hafa samband við okkur ef spurningar vakna. Sendið póst á tonrangrit@tonrang.is og/eða tonrang@tonrang.is.

Einnig er hægt að senda skilaboð með því að smella á Hafa samband.

Skólastjóri er til viðtals frá og með miðvikudeginum 17. ágúst. Pantið tíma á tonrang@tonrang.is eða hringið í síma 8689858.

Við hlökkum til að sjá ykkur öll!

 

Sumarfrí

Frá og með 20. maí eru kennarar Tónlistarskóla Rangæinga er komnir í sumafrí.

Skólastjóri verður í sumarfríi frá 25. maí til 10. júní og frá 1. júlí til 31. júlí. Hægt er að bóka fund með skólastjóra með því að senda póst á tonrang@tonrang.is eða hringja í síma 8689858.

Kennsla hefst að nýju mánudaginn 29. ágúst.

Hér fyrir neðan er hægt að skoða drög að skóladagatali Tónlistarskóla Rangæinga skólaárið 2016 – 2017. Við viljum vekja sérstaka athygli á því að öllum stigsprófum og áfangaprófum á hljóðfæri á að vera lokið fyrir páska 2017.

Einnig verður fyrirkomulagi á tónleikahaldi skólans breytt. Áhersla verður lögð á samspilstónleika. Bæði klassíska og ryþmíska. Vor- og hausttónleikar falla út en í stað þeirra koma “kennaratónleikar”. Hver hljóðfærikennari heldur tónleika einu sinni á haustönn og einu sinni á vorönn með sínum nemendahópi.

 Tónlistarskóladagatal Tónlistarskóla Rangæinga 2016-2017 drög

Við óskum ykkur öllum gleðilegs sumars og hlökkum til að sjá nemendur og forledra að nýju í lok ágúst.

Þriðjudagur 17. maí er síðasti kennsludagur!

Í dag, þriðjudaginn 17. maí, er síðasti kennsludagur skólaársins hjá Tónlistarskóla Rangæinga. Skólaslitin eru næsta föstudag þann 20. maí kl. 17:00. Þá er afhending einkunna, tónleikar, kaffi og með því.

Nú ættu allir sem ætla sér að halda áfram námi við Tónlistarskóla Rangæinga á næsta skólaári að vera búnir að endurnýja. Laus pláss hafa verið auglýst og um að gera að drífa sig í að skrá ef hugurinn stefnir á tónlistarnám.

Skráning í tónlistarnám fer fram rafrænt á www.tonrang.is.

 

Skólaslit og lokatónleikar

Picture2

Skólaslit Tónlistarskóla Rangæinga 2016

Skólaslit og lokatónleikar tónlistarskólans hverða 20. maí kl. 17:00 í Hvolnum.

Á tónleikunum koma fram nemendur sem luku áfangaprófum vorið 2016. Boðið verður uppá hressingu að tónleikum loknum.

Allir hjartanlega velkomnir!

Reykjavíkurferð 2016 ferðatilhögun

Reykjavíkurferð 2016 ferðatilhögun


Nú styttist í Reykjavíkurferð Tónlistarskóla Rangæinga. Innheimta fyrir ferðina er hafin og ættu greiðendur að hafa fengið rukkun í heimabanka.

Hér fyrir neðan er ferðatilhögun og upplýsingar um ferðina. Miði verður sendur heim með nemendum með þessum upplýsingum í byrjun næstu viku. Hafið samband við skólastjóra eða ritara skólans ef eitthvað er óljóst.

Reykjavíkurferð Tónlistarskóla Rangæinga 19. Maí
(smellið HÉR til að opna pdf til útprentunar: Reykjavíkurferð Tónlistarskóla Rangæinga 2016.

Hamborgarafabrikkan í Kringlunni: 16:00-18:00 og MAMMA MIA í Borgarleikhúsinu: 20:00 – 22:40.

Nemendur eru í umsjón síns kennara og/eða skólastsjóra. Nemendur á elsta stigi þurfa að skila inn leyfi frá foreldrum ef þeir mega rölta um í Kringlunni eftir matinn.

Brottför: Mæting við bílastæði grunnskólanna kl. 15:00. Laugalandi ca. 15:15.

  • Sýningin hefst kl. 20:00  
  • Sýningu lýkur kl. 22:40
  • Áætluð heimkoma: Í kring um miðnætti

Ferðatilhögun
V
ið komuna til Reykjavíkur um kl. 16:00-16:30 verður farið beint á Hamborgarafabrikkuna. Við höfum staðinn til kl. 18:00 þá eiga allir að vera búnir að borða.      Ég bið foreldra barana sem eru með ofnæmi eða óþol að láta vita sem allra fyrst ef panta þarf sérstaklega mat fyrir börnin.
Eftir matinn fylgja nemendur sínum kennurum/umsjónaraðila undantekningalaust nema foreldri fylgi barninu í ferðina. Ath! Nemendur á elsta stigi þurfa að skila inn skriflegu leyfi ef þeir mega fara á eigin vegum í Kringluna eftir matinn. Mjög mikilvægt er að þeir sem eru með leyfi hafi símanúmer hjá kennara eða skólastjóra.

Allir nemendur eiga að vera mættir í andyri Borgarleikhússins í síðasta lagi 19:30.
Ath! Nemendur eiga að snúa sér beint til síns kennara eða skólastjóra ef eitthvað kemur upp á eða ef þeim vantar aðstoð. Hringja má beint í skólastjóra í síma: 868 9858.

Þurfi foreldrar að ræða við skólastjóra eða fá nánari upplýsingar um ferðina þá er hægt að senda tölvupóst á tonrang@tonrang.is eða hringja í síma 488-4280.  Smellið á myndina hér fyrir ofan til að fá upplýsingar um sýninguna.

Upplýsingar um sýninguna: http://www.borgarleikhus.is/syningar/mamma-mia/

Þeir nemendur á elsta stigi sem ætla að rölta í Kringlunni eftir matinn þurfa að skila inn miðanum hér fyrir neða til kennara eða á skrifstofu fyrir föstudaginn 13. maí!

 


 

Ég undirritaður/undirrituð, veiti______________________________ leyfi til að fara á eigin vegum í Kringluna 19. maí eftir matinn og til kl. 19:30.

Undirskrift foreldri/forráðamanna:  _____________________________________
Símanúmer:__________________

 


 

Vortónleikar 2016

Vortónleikar 2016

Vortónleikar Tónlistarskóla Rangæinga fara fram morgun þriðjudag og á miðvikudaginn.  Fjölbreytt dagskrá. Allir velkomnir!

3. maí: Laugalandi kl. 17:00  Lokið!

4. maí: Hvolnum kl. 17:00

Tónleikar framundan!

Í dag, fimmtudaginn 28. apríl kl. 17:30, verða söngtónleikar í Safnaðarheimilinu á Hellu. Allir velkomnir!

Á laugardaginn, 30. apríl kl. 11:30, verða suzukitónleikar nemenda Guðrúnar Markúsdóttur í Safnaðarheimilinu á Hellu. Allir velkomnir!

Í næstu viku:

Þriðjudaginn 3. maí kl. 17:00, vortónleikar í íþróttahúsinu á Laugalandi. Allir velkomnir!

Miðvikudaginn 4. maí kl. 17:00, vortónleikar í Hvolnum. Allir velkomnir!

 

Kennarar og nemendur á karlakórstónleikum

Undanfarið hefur Karlakór Rangæinga haldið tónleika á Suðurlandi og í Reykjavík. Það er alltaf ánægjulegt þegar kennarar skólans taka þátt í listsköpun í samfélaginu.
Tónlistarskóli Rangæinga átti smá brot af einstaklega skemmtilegu og vel heppnaðri tónleikaröð kórsins. Fyrir utan það að stjórnandi kórsins, Guðjón Halldór Óskarsson, er kennari við skólann var einsöngvarinn með kórnum  úr röðum kennara sem og harmoníkuleikarinn.
Þórunn Elfa Stefánsdóttir sönkennari og söngkona gladdi áheyhrendur með fallegum söng og  Grétar Geirsson spilaði á nikkuna af allkunnri snilld.
Einnig komu fram nemendur frá skólanum sem sungu bæði samsöng og einsöng. Þeir stóðu sig með mikilli prýði.
Síðast en ekki síst var það svo fyrriverandi nemandi við skólann sem lék undir hjá Kórnum, Glódís Guðmundsdóttir.
Tónlistarskóli Rangæinga óskar kórnum til hamingju með vel heppnaða og fallega tónleika.

Halldór og Þórunn

Á myndinni hér fyrir ofan eru þau Halldór og Þórunn sem eftir tónleika í Hvolnum 22. apríl. Á myndinn hér fyrir neðan eru Rangárdætur sem komu fram fyrir hönd skólans í Eldborgarsal Hörpunnar á Nótunni þann 10. apríl. Á tónleikunum með karlakórnum sungu þær bæði samsöng og einsöng.

kvartett

Staðfesta skólavist fyrir skólaárið 2016 – 2017

Það hafa komið upp smávægileg vandamál hjá forráðamönnum við að staðfesta skólavist fyrir næsta skólaár. Nú er hægt að fara inn með íslykli og/eða skilríkjum í síma. Ferlið er því ekki alveg eins og lýst var í leiðbeiningum. Það þarf ekki að biðja um að fá sent lykilorð í tölvupósti til að komast inn á síðu forráðamanna í kerfinu okkar.

https://innskraning.island.is/?id=schoolarchive.net

Ég bið alla sem lenda í vandræðum að hafa samband við mig í síma 868 9858 eða senda tölvupóst á tonrang@tonrang.is. Ég verð til aðstoðar alla helgina.

 

Með bestu kveðjum,

Sigríður Aðalsteinsdóttir