Nemendatónleikar vikunnar!

Þann 22. nóvember kl. 18:00  í Safnaðarheimilnu á Hellu. Fram koma gítarnemendur Jens Sigurðssonar. Allir velkomnir!

Jens Sigurðsson gítarkennari

 

 


Þann 24. nóvember kl. 16:00 í Tónlistarskólanum á Hvolsvelli. Fram koma píanó- og söngnemendur Aðalheiðar Margrétar Gunnarsdóttur. Allir velkomnir!

Aðalheiður Margrét Gunnarsdóttir píanó- og söngkennari

Kerfishrun hjá hýsingaraðila tonrang.is

Við biðjumst velvirðingar ef einhver hefur orðið fyrir því að tölvupósti var ekki svarað í dag. Það er af óviðráðanlegum ástæðum. Ef erindið er brýnt er síminn hjá skólastjóra er 8689858.

http://www.ruv.is/frett/algjort-kerfishrun-hja-1984

 

Nemendur Tónlistarskóla Rangæinga!

Í síðustu viku fór fram undankeppni fyrir Samfés. Góður rómur var gerður að söng og spilamennsku nemenda skólans okkar sem átti allnokkra nemendur á sviðinu. Við erum eins og ávallt áður stolt af þeim nemendum okkar sem taka þátt í hljómsveitarstarfi í Hvolskóla og koma fram í tengslum við Samfés.

Hjartanlega til hamingju krakkar og hljóðfærkennarar með ykkar duglegu nemendur 🙂