Samspilstónleikar 1 vor 2018

 

Samspilstónleikar vorannar 2018 verða haldnir í Safnaðarheimlinu á Hellu miðvikudaginn 21. mars kl. 18:00. Tónleikarnir eru helgaðir klassísku samspili bæði samsöng og hljóðfærasamspili. Samspil/samsöngur eru hliðargreinar í tónlistarnámi og einn af mikilvægustu þáttum  námsins. Dagskrá tónleikanna á miðvikudaginn er bæði fjölbreytt og skemmtileg. Fram koma nemendur á öllum aldri og á ólíkum stigum,  Suzukifiðluhópur,  þverflautusamspil, harmoníkudúett, gítarsamspil o.fl.  Allir velkomnir!

 

 

Til hamingju Sæbjörg Eva Hlynsdóttir!

Í gær, þann 15. mars, hélt Sæbjörg Eva Hlynsdóttir framhaldsprófstónleikana sína í Safnaðarheimilinu á Hellu. Tónleikarnir voru sannarlega vel heppnaðir og það geislaði af þessum efnilega nemanda. Sæbjörg Eva hefur nú lokið framhaldsprófi að fullu frá skólanum og lýkur námi sínu formlega í vor á skólaslitum. Við óskum henni og kennara hennar hjartanlega til hamingju með áfangann. Á myndinni eru frá vinstri Guðjón Halldór Óskarsson meðleikari Sæbjargar Evu, þá Sæbjörg sjálf og svo kennarinn hennar á þverflautuna, Maríanna Másdóttir.

Sæbjörg Eva með kennurum sínum eftir afar vel heppnaða tónleika.