Masterclass

Eldri samsöngur í Tónlistarskóla Rangæinga vinnur nú í lögum úr söngleiknum Vesalingarnir, Les Misérables og munu flytja það í Hvolnum á þessarri önn, feb/mars. Friðrik Erlingsson mun vera sögumaður í verkinu. Hann gerði nýja íslenska þýðingu fyrir sýningu sem Þjóðleikhúsið setti upp árið 2012.

Nú á föstudaginn 24. janúar mun Þór Breiðfjörð, sem lék aðalhlutverkið í Þjóðleikhúsinu koma til okkar og vinna með okkur á sviði.

Allir söngnemendur eru velkomnir að koma í Hvolinn og fylgjast með frá kl. 19.30, (foreldrar mega fylgja með) Þið mætið og tyllið ykkur á stóla hljóðlega og fylgist með😊

Hlökkum til að sjá ykkur

Kveðja Aðalheiður Margrét, söngkennari.

 

 

Tónleikar í Midgard

Þann 14. desember næstkomandi verða glæsilegir tónleikar á Midgard Base Camp, Hvolsvelli.

Þar koma fram Hera Björk, Unnur Birna og Björn Thoroddsen ásamt hljómsveit.

Þau munu fara með okkur í ævintýralegt ferðaleg í tónum og tali þar sem þau taka sín uppáhaldsjólalög, þessi klassíku og nokkrar öðruvísi perslur sem fá að fljóta með.

Þau segja einnig kostulegar sögur frá desembermánuðum þeirra enda hafa verið lítið heima við þann mánuðinn frá því þau fóru að koma reglulega fram. 

Hljómsveitina skipa 

Skúli Gíslason trommur

Sigurgeir Skafti Flosason bassi

Gaman er frá því að segja að þeir ásamt Unni Birnu kenna öll við Tónlistarskóla Rangæinga.

Óborgarnleg gleði og skemmtistund í Midgard Base Camp þann 14.desember næstkomandi. Tónleikar hefast klukkan 20:30.

Miðasala á tix.is og við hurð.

https://www.facebook.com/events/1445035495653680/

https://tix.is/is/buyingflow/tickets/9226/