Tónleikar í október!

 

Fyrstu nemendatónleikar skólaársins fara fram í október.

23. október: Nemendur Chrissiar Telmu Guðmundsdóttur í Safnaðarheimlinu á Hellu. Tónleikarnir hefjast kl. 17:00. Allir velkomnir!

25. október: Píanófundur í Hvolnum. Nemendur píanókennara skólans koma fram.  Fundurinn hefst kl. 17:00. Allir velkomnir! (Píanófundir verða haldnir 2x á þessu skólaári. Þetta eru óformlegir tónleikar/vinnustund þar sem lengra komnir nemendur píanókennara koma saman og leika verk sem þeir eru að vinna að á skólaárinu. Kennarar eða nemendur sjálfir kynna verkin sem á að spila eða vinna fyrir áheyrendum.

 

 

 

Fimmtudagurinn 4. október – starfsdagur hjá hluta kennara skólans

Fimmtudaginn 4. október fer hluti kennara Tónlistarskólans á kennaraþing. Þeir kennarar sem fara á þingið munu senda nemendum sínum póst ef kennsla fellur niður hjá þeim. Dagurinn er skráður sem starfsdagur á skóladagatal en sumir kennarar skólans fara á kennaraþing í janúar 2019 og munu því kenna þann 4.

Við biðjum ykkur að vera í sambandi við okkur ef eitthvað er óljóst.