Ryþmíska deildin okkar

Á þessu skólaári heldur áfram uppbygging ryþmískrar deildar sem stofnuð var afmælisári skólans. Starf deildarinnar tekur nú mið af kröfum ryþmískrar námskrár og deildin heldur sérstaka tónleika tvisvar sinnum á ári.

Fyrri tónleikar deildarinnar fóru fram 29. nóvember. Tónleikarnir voru afar vel heppnaðir og óhætt að segja að starfið sem  Sigurgeir Skafti Flosason er að vinna með nemendum lofi góðu.

 

 

Desember

Nemendur skólans koma víða við í desember og þessi síðustu daga fyrir jólafrí eru nemendur hingað og þangað að spila. Sumir búnir að koma fram á aðventukvöldum og við vitum að sumir nemendur okkar syngja og spila í kirkjum yfir hátíðirnar líka.

29. desember: Tendrun jólatrésins í Rangárþingi ytra – nemendur Laimu og Maríönnu komu fram

7. desember: Aðventuhátíð í Þykkvabæjarkirkju — nemendur Chrissiar og Sigríðar komu fram

8. desembar: Eldfjallasetrið – nemendur Laimu og Ulle

10. desember: Stórólfshvolskirkja – nemendur Guðjóns Halldórs og Jens Sigurðssonar

12. desember: Nemendur Maríönnu Másdóttur spila og syngja á Kirkjuhvoli

12. desember: Nemendur Kristínar Jóhönnu Dudziak spila á Leikskólanum Heklukot

12. desember: Nemendur Kristínar Jóhönnu Dudziak spila fyrir 1. bekk í Hvolsskóla

14. desember: Dvalarheimilið Lundur – nemendur Maríönnu Másdóttur og Þórunnar Elfu Stefánsdóttur

15. desember: Dvalarheimlið Lundur – nemendur Laimu 

16.  desember: Nemendur Chrissiar fara í Reykjavíkurferð m.a. að spila á sjúkrahúsum og dvalarheimilum

18. desember: Nemendur Guðrúnar Markúsdóttur spila á Kirkjuhvoli

 

Við minnum á að síðasti kennsludagur fyrir jólin er 19. desember! 

Næstu nemendatónleikar!

Næstu nemendatónleikar skólans verða haldnir þann 6. desember kl. 17:30 í Safnaðarheimlinu á Hellu. Fram koma nemendur Glódísar Margrétar Guðmundsóttur,  Þórunnar Elfu Stefánsdóttur og Sigríðar Aðalsteinsdóttur.  Allir velkomnir!

Þórunn Elfa söngkennari