Fiðlunemandi fulltrúi skólans á 17. júní

Í ár óskaði 17. júní nefndin á Hellu eftir tónlistaratriði frá skólanum. Það var gaman að geta orðið við þeirri ósk.

Við þökkum Huldu Guðbjörgu Hannesdóttur  fyrir að standa vaktina fyrir okkur þetta árið á Hellu. Hulda Guðbjörg lauk grunnstigi í fiðluleik og grunnstigi í tónfræði með framúrskarandi árangri vorið 2019.

Hulda Guðbjörg Hannesdóttir (myndin er tekin af fb síðu RY)

Tónlistarskólinn í júní

Skrifstofa skólans er opin frá 9:00 – 11:30 virka daga til 20. júní.

Sími: 488 4280

Netfang ritara: tonranrit@tonrang.is

Sími hjá skólastjóra utan skrifstofutíma: 868-9858

Netfang: tonrang@tonrang.is

Hægt er að panta viðtal hjá skólastjóra fram til 30. júní.

Við viljum minna á að staðafestingargjald vegna námsvistar skólaárið 2019 – 2020 verður innheimt í byrjun júlí. Staðfestingargjald er óendurkræft og dregst frá skólagjöldum. 

Drög að skóladagatali fyrir næsta skólaár.

 

Kennaratónleikar Fiðlufjörs í dag – myndir

Í dag fóru fram kennaratónleikar Fiðlufjörs í Hvolnum. Það var boðið uppá tónlistarveislu fyrir þátttakenndur á námskeiðinu, gesti og gangandi.

Flytjendur í dag voru þau Chrissie Telma fiðluleikari, Gróa Margrét Valdimarsdóttir fiðluleikari
Ayisha de Sandino fiðluleikari og Einar Bjartur Egilsson píanóleikari.

Einstaklega ánægjulegt er hversu fallega hinn nýji flygill í Hvolnum hljómaði hjá Einari Bjarti og fiðlurnar allar sömuleiðis. Það er sannarlega nærandi að fá þetta flotta tónlistarfólk í héraðið  og að geta notið tónlistar í þessum góða sal sem Hvolurinn er 🙂

Í dag kl. 17:00 verða svo tónleikar nemenda á námskeiðinu með Grétu Salóme 🙂

Á morgun laugardaginn 8. júní verða aftur tónleikar í Hvolnum. Þar koma fram félagar úr Íslenskum strengjum. Frumflutt verður verk eftir Unni Malín Sigurðardóttur söngkonu og tónskáld o.fl.

https://www.facebook.com/events/350297712289341/

Allir velkomnir!