Greiðsluskilmálar

 

 

 

Nemandi, foreldri/forráðamaður þarf að samþykkja greiðsluskilmála um leið og sótt er um nám eða umsókn er endurnýjuð. Staðfestingargjald, kr. 10.000, er innheimt þegar skráningu fyrir nýtt skólaár er lokið í júní ár hvert. Þar með hefur námspláss verið tryggt.

Vinsamlega athugið að eftir að umsókn hefur borist og starfestingargjald er greitt hefur nemandi, foreldri/forráðamaður skuldbundið sig til að greiða allt námsgjald skólaársins.

Uppsagnarfrestur á námsplássi við skólann er þrír mánuðir. Staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt.

Hljóðfæraleiga og greiðsla fyrir námsbækur er innheimt samhliða skólagjöldum. Greiðslur fyrir einstaka liði má sjá sundurliðaðar á síðu nemenda sem nemendur, foreldrar/forráðamanna í  skráningarkerfi skólans. Nemendur, foreldrar/forráðamenn hafa aðgang að kerfinu með íslykli eða rafrænum skilríkjum.

Greiðslu skólagjalda er dreift að ósk greiðenda á allt að 8 mánuði. Óski greiðendur eftir því að staðgreiða eða greiða með kreditkorti þá skal hafa samband við ritara skólans tonrangrit@tonrang.is.

Skólagjöld eru í samræmi við samþykkta gjaldskrá skólans sem ákveðin er af skólanefnd að vori.  Gjaldskrá má nálgast hér á www.tonrang.is