Námsmat – skólanámskrá

Námsmat samkvæmt skólanámskrá eru stigspróf eða skólastig.  Prófað er samkvæmt skólanámskrá áður en nemandi tekur áfangapróf samkvæmt Aðalnámskrá.

Tilgangur námsmatsins er að vinna að skammtímamarkmiðum í tónlistarnáminu. Prófin efla einnig nemendur og veita faglegt aðhald. Allir nemendur þurfa að ljúka skólastigum áður en tekið er áfangapróf samkvæmt Aðalnámskrá. 1. og 2. skólastig eru forkröfur fyrir grunnpróf, 4. stig er forkrafa fyrir miðpróf og 6. stig er forkrafa fyrir framhaldspróf.

Námsmat
Námsmat skólanámskrár eða innra námsmat, er stigakerfi eða skólastig. Nemendur taka stig 1. – 6. stig á hljóðfæri/söng. Þetta eru skammtímamarkmið og hluti af stærra markmiði sem er áfangapróf. Áfangapróf samkvæmt Aðalnámskrá eru þrjú og falla skólastigin innan þeirra sem hér segir:

  1. stig
  2. stig
  3. stig (Áfangapróf – grunnstig – námstími að grunnprófi er að jafnaði 3 – 4 ár)
  4. stig
  5. stig (áfangapróf – miðstig – námstími að miðprófi er allt að 4 ár)
  6. stig
  7. stig (áfangapróf-framhaldspróf – námstími að framhaldsprófi er 3 – 4 ár)

Tilhögun skólastiga innan námsgreina: (verið er að uppfæra efnið)

Skólanámskrá – einsöngur

Skólanámskrá – fiðla

Skólanámskrá – Gítar

Skólanámskrá – selló

Skólanámskrá – harmonika

Klarínetta

Skólanámskrá – píanó

Skólanámskrá – þverflauta