Námsmat – skólanámskrá

Formlegt innra námsmat eru stigspróf eða annað mat samkvæmt ákvörðun tónlistarkennarans.

Tilgangur innra námsmatsins er að vinna að skammtímamarkmiðum í tónlistarnáminu fyrir og á milli áfangaprófa.

Próf sem námsmarkmið geta veita aðhald og auðveldað markmiðasetningu fyrir suma nemendur. Það er  alfarið ákvörðun tónlistarkennara hvort að hann lætur nemendur taka stigspróf eða ekki áður en hann sendir nemanda í áfangapróf samkvæmt Aðalnámskrá.

Líta má á 1. og 2. skólastig sem  forkröfur fyrir grunnpróf, 4. stig sem forkröfu fyrir miðpróf og 6. stig sem forkröfu fyrir framhaldspróf. Tónlistarkennara mega einnig líta á nemendatónleika sem námsmat og um leið meta hvort að nemandi er tilbúinn til að taka áfangapróf. Stigspróf eða skólastig eru skilgreind hér fyrir neðan.

1. og 2. stig: forpróf fyrir grunnstig. Námstími fer eftir aldri, getu og þroska nemanda.

4. stig: forpróf fyrri miðpróf. Námstími að 4 stigi fer eftir aldri, getu og þroska nemanda.

6. stig: forpróf fyrir framahaldstig. Námstími fer eftir aldri, getu og þroska nemanda.

Tilhögun skólastiga innan námsgreina: 

Skólanámskrá – einsöngur

Skólanámskrá – fiðla

Skólanámskrá – Gítar

Skólanámskrá – selló

Skólanámskrá – harmonika

Skólanámskrá – hljómborð

Skólanámskrá – Klarínetta (í vinnslu)

Skólanámskrá – Rafbassi: (í vinnslu)

Skólanámskrá – Rafgítar: (í vinnslu)

Skólanámskrá – píanó

Skólanámskrá – þverflauta

Skólanámskrá – Trommur: (í vinnslu)

Allar upplýsingar um námskröfur einstakra stiga veita tónlistarkennarar.