Forskóli

Allir nemendur í elstu deild leikskóla, og nemendur í 2., 3. og 4. bekk í grunnskólum sýslunnar stunda nám í forskóla í Tónlistarskóla Rangæinga. Einu sinni á ári eru haldnir forskólatónleikar í grunnskólum þar sem grunnskólanemendur í forskóla koma fram í hópum og spila fyrir áheyrendur.

Markmið forskóla Tónlistarskóla Rangæinga er að kynna fyrir nemendum tónlist. Í náminu kynnast börnin ólíkum hljóðfærum, læra grundvallaratriði í tónfræði, þjálfa hlustun, takt o.fl. í gegnum hljóðfæri og söng.

Kennt er í 4 – 6 barna hópum. Á fyrstu árum forskóla er kennt á blokkflautu en á öðru og þriðja ári fá nemendur að kynnast ýmsum hljóðfærum. Áhersla er lögð á skapandi þætti í kennslunni og nemendur hvattir til að spila og syngja eftir eyra samhliða öðru námsefni.

Elsti árgangur í leikskóla:

2. bekkur

Námsmarkmið: nemendur læri að spila á blokkflautu, fái kynningu og læri að kynnast öðrum hljóðfærum, þjálfist í ryþmaæfingum, læri nótnaheiti og þjálfist í hlustun.

Kennsluefni: Tónaþrautir

Námsmat: skrifleg umsögn um ástundun og tónleika

3. bekkur

Námsmarkmið: nemendur læri að spila á blokkflautu, fái kynningu á og læri að kynnast öðrum hljóðfærum, þjálfist í ryþmaæfingum, skapandi tónlistaræfingum, læri nótnaheiti og þjálfist í hlustun.

Kennsluefni: Tónaþrautir

Námsmat: skriflega umsögn um ástundun og tónleika

4. bekkur

Námsmarkmið: nemendur fara í “hljóðfærahringekju” á haustönn. Á vorönn læra þau á valhljóðfæri.  Auk hljóðfæranáms er markmið forskólakennslunnar að nemendur fái  markvissa kynningu á sem flestum hljóðfærum, þjálfist í taktskynjun með ryþmaæfingum, söng og öðrum skapandi tónlistaræfingum sem hjálpa þeim að læra grundvallaratriði í nótnalestri og tónheyrn.

Kennsluefni: Tónaþrautir

Námsmat: skrifleg umsögn um ástundun og tónleika