Forskóli

 

Til foreldra/forráðamanna barna í forskóla

 

Öll börn í Rangárvallarsýslu eiga þess kost að stunda hljóðfæranám á vegum forskóla Tónlistarsskóla Rangæinga í gegnum grunnskóla sýslunnar.

Frá og með haustinu 2017 – 2018 verður forskólinn kenndur í 1., 2. og 3. bekk.[i] Þar með er komin samfelld fjögurra ára tónlistarkennsla sem hefst á lokaári í leikskóla.

Kennslufyrirkomulag tíma í forskóla er ákveðið af tónlistarkennara en ávallt er gert er ráð fyrir að hvert barn fái brot úr hverjum tíma í forskóla sem einkakennslu á hljóðfærið.

Á meðan eitt barn lærir á hljóðfærið er hinum sett fyrir verkefni tengt tónlist. Þau verkefni geta verið einstaklingsmiðuð eða hópverkefni við hæfi nemendanna.

Yfir veturinn eru einnig haldnir stórir hóptímar með bekkjunum þar sem með leikjum, dansi og söng, jafnvel kennslu á tónlistarforrit eða börnunum kynnt efni tengt tónlist myndrænt eða með hlustun.

Gerðar eru hóflegar kröfur til barna í forskóla og foreldra þeirra um heimanám. Sama gildir um hljóðfæranám í forskóla og hefðbundið hljóðfæranám, árangur byggir á ástundun í tímum og æfingum heima við.

Misjafnt er á milli ára hvaða hljóðfæri eru í boði í forskóla. Fer það allt eftir framboði á kennurum. Í 1. og 2. bekk (2. og 3. bekk Hvolsskóla) er megináhersla á blokkflatukennslu en einnig er kennt á fiðlu, gítar, píanó, ukulele og píanó þegar og ef, framboð af kennurum leyfir. Einnig eru kennd undirstöðuatriði í tónfræði.

Í upphafi hvers skólaárs fara nemendur í 3. bekk (4. bekk í Hvolsskóla) í hljóðfærahringekju. Þar fá þau að kynnast þeim hljóðfærum sem verða í boði fyrir þau á skólaárinu.

Eftir að hljóðfærahringekju lýkur er börnunum skipt í hópa á hljóðfærin sem verða í boði.

Í öllu tónlistarnámi við skólann er kennslan einstaklingsmiðuð. Allt námsefni er miðað við aldur og getu hvers og eins nemanda.

Við lok hvers skólaárs taka nemendur forskólans þátt í tónleikum.

Námsmat í forskóla er gefið með umsögn og einkunn fyrir veturinn.

Tónlistarskóli Rangæinga lánar áhguasömum nemendum í forskóla hljóðfæri heim eins og kostur er.  Hljóðfærin eru eign skólans en eru á ábyrgð foreldra/forráðamanna á meðan þau eru í útláni.

 

Með ósk um góðan tónlistarvetur,

fyrir hönd forskólakennara Tónlistarskóla Rangæinga,

Sigríður Aðalsteinsdóttir skólastjóri

[i] Grunnskólinn á Hellu og Laugalandsskóli

Námsmarkmið í forskóla:

Elsti árgangur í leikskóla:

Leikskólinn á Hellu og Hvolsvelli: Almenn tónlistarfræðsla og kynningar á hljóðfærum.

Leikskólinn á Laugalandi: Fiðlukennsla. Um er að ræða samstarfsverkefni til eins árs á milli Leikskólans á Laugalandi og Tónlistarskóla Rangæinga.

1 – 4.  bekkur grunnskóla:

Nemendur læra að grundvallaratriði hljóðfæraleik og  tónfræði.

Kennsluefni: Tónaþrautir verkefnabók og/eða ljósritað efni frá kennara.

Námsmat: skrifleg umsögn um ástundun og vortónleika

Framboð af hljóðfærum sem kennt er á í forskóla er misjafnt á milli ára og fer eftir framboði af kennurum. Tónlistarkennarar skipuleggja kennslu og ákveða námsefni fyrir sína hópa.