Suzukinám

Haustið 2015 var hafist handa við að leggja grunn að Suzukideild við Tónlistarskóla Rangæinga.  Langtímamarkmið skólans er að gera Suzukinám aðagengilegt fyrir öll börn á leikskólaldri í Rangárvallarsýslu.

Enn sem komið er starfa aðeins tveir kennarar við skólann sem hafa suzukikennararéttindi á Suzukipíanó og Suzukiselló.  Einn kennari er í námi í Suzukiblokkflautu og einn hóf kennaranám á Suzukifiðlu um áramótin 2016/2017.

Gert er ráð fyrir því að á næstu árum verði farið í samstarf við Suzukisambandið um formlega stofnun Suzukideildar og stefnan er tekin á vorið 2017.

Suzukiennsluaðferðin hentar sérstaklega vel fyrir börn á leikskólaaldri enda eitt af frumskilyrðum hugmyndafræðinnar að börnin hefji nám á hljóðfæri áður en þau hefja nám í grunnskóla og læra að lesa. Æskilegt er að hefja námið er um tveggja til þriggja ára aldurinn.

Suzukinám krefst mikillar vinnu af foreldrum í tónlistarskólanum með Suzukikennaranum og heimafyrir. Því er mikilvægt að foreldrar kynni sér vel fyrirkomulag Suzukikennslu og hugmyndafræðina á bak við hana áður en sótt er um Suzukinám.

Stefnt er að því að halda árlegar kynningar á Suzukiaðferðinni frá og með árinu 2017.

Allar upplýsingar varðandi Suzukiaðferðinar er hægt að finna má á heimasíðu Íslenska Suzukisambandsins suzukisamband.is.