Suzukinám

Hvað er Suzukinám?

Allar upplýsingar varðandi Suzukiaðferðinar er hægt að finna má á heimasíðu Íslenska Suzukisambandsins suzukisamband.is.

Suzukinám við Tónlistarskóla Rangæinga

Haustið 2015 var hafist handa við að leggja grunn að Suzukideild við Tónlistarskóla Rangæinga. Langtímamarkmið skólans er að gera Suzukinám aðagengilegt fyrir öll börn á leikskólaldri í Rangárvallarsýslu

Í dag starfa þrír kennarar við skólann sem hafa Suzukikennararéttindi á Suzukiblokkflautu, Suzukipíanó og Suzukiselló.  Einn kennari skólans stundar nú nám í Suzukifiðlu.

Gert er ráð fyrir því að á næstu árum verði farið í samstarf við Suzukisambandið um formlega stofnun Suzukideildar við Tónlistarskóla Rangæinga og stefnan er tekin haustið 2017. Með samstarfi skuldbindur skólinn sig til að að tryggja að kennarar hafi Suzukikennararéttindi á viðkomandi hljóðfæri.

Suzukiennsluaðferðin hentar sérstaklega vel fyrir börn á leikskólaaldri enda eitt af frumskilyrðum hugmyndafræðinnar að börnin hefji nám á hljóðfæri áður en þau hefja nám í grunnskóla og læra að lesa.

Suzukinám krefst mikillar vinnu af foreldrum. Bæði í tónlistarskólanum með Suzukikennaranum og heimafyrir. Því er mikilvægt að foreldrar kynni sér vel fyrirkomulag Suzukikennslu og hugmyndafræðina á bak við hana áður en sótt er um Suzukinám.

Stefnt er að því að halda árlegar kynningar á Suzukiaðferðinni frá og með árinu 2017. Fyrsta kynning fór fram í byrjun árs 2017. Næsta kynning er fyrirhuguð á haustdögum 2017.