Upphaf skólaársins 2019 – 2020

Ágætu nemendur, foreldrar og/eða forráðamenn!

Umsóknir um skólavist skólaárið 2019 – 2020 hafa verið afgreiddar. Staðfestingargjöld voru send til innheimtu í byrjun júlí. Ógreiddar kröfur voru felldar niður 6. ágúst.

Enn eru laus pláss á fiðlu, trommur, rafbassa, Suzukipíanó, Suzukiblokkflautu og þverflautu. Umsóknir: sjá www.tonrang.is “Skrá í tónlistarnám”.

Skóladagatal fyrir árið 2019 – 2020 gerir ráð fyrir fyrsta kennsludegi í kring um 27. ágúst. Fyrir þann tíma verða kennarar búnir að hafa samband við nemendur, foreldra og/eða forráðamenn vegna stundaskrár.

Opnunartími skrifstofu er frá 9:00 – 11:30 mánudaga til fimmtudaga. Skrifstofa skólans er lokuð til 15. ágúst.

Netfang ritara er tonrangrit@tonrang.is.
Upplýsingar um nám og umsóknir: www.tonrang.is

Með góðri kveðju og ósk um gott og gefandi skólaár,

Skólastjóri

Staðfestingargjald vegna næsta skólaárs er komið í heimabanka

 

Við höfum nú sent greiðendum skólagjalda kröfu að upphæð kr. 10:000 í heimabanka. Um er að ræða staðfestingargjald vegna námsvistar skólaárið 2019 – 2020. Greiðendur skólagjalda greiða eitt staðfestingargjald óháð fjölda nemenda.

Staðfestingargjaldið er óendurkræft og dregst frá skólagjöldum. 

Athugið! Þeir greiðendur nemenda sem fyrir mistök voru skráðir á skólaárið eða eru hættir við að stunda nám eru beðnir að hafa í huga að krafan verður felld niður 6. ágúst. Ef spurningar vakna vinsamlegast hafið samband við skólastjóra í síma 868 9858. 

Skrifstofa skólans er lokuð til 15. ágúst.

 

Sumarfrí

 

 

 

 

Skrifstofa skólans er lokuð frá 1. júlí til 15. ágúst.
Sími skólastjóra er: 8689858

 

Staðfestingargjald vegna skólaársins 2019 – 2020 verður innheimt á næstu dögum. Þeir sem fyrir mistök voru skráðir á skólaárið eða eru hættir við að stunda nám eru beðnir að senda póst á tonrang@tonrang.is. Krafan verður fell niður.

Mjög góð endurskráning og nýskráning var í nám við skólann fyrir næsta skólaár. Enn eru þó laus pláss á þverflautu og á fiðlu. Áhugasamir geta sótt um af vefsíðu skólans www.tonrang.is