Tónleikar í mars!

Næstu tónleikar skólans verða haldnir fimmtudaginn 16. mars kl.  í tónlistarskólanum á Hvolsvelli.  Á þeim tónleikum koma fram söng- og þverflautunemendur  Maríönnu Másdóttur. Tónleikarnir verða haldnir í Tónlistarskólanum á Hvolsvelli og hefjast kl. 16:00.  Allir velkomnir!

Maríanna Másdóttir
Stórsveit frá Bandaríkjunum í Sögusetrinu!

Stórsveit frá Bandaríkjunum í Sögusetrinu!

 

Fimmtudaginn 9. mars verða haldnir tónleikar í Sögusetrininu á Hvolsvelli. Þar koma fram blásarasveit og jazz hljómsveit frá Phillips Academy í Andover Massachusetts undir stjórn Vincent Monaco og Peter Cirelli. Á efnisskránni eru m.a. verk eftir Aaron Copland, J.P. Sousa, Count Basie og Duke Ellngton, hér er óskvikin sveifla og kraftmikill flutningur á ferðinni. Tónleikarnir hefjast kl. 20.00, aðgangur er ókeypis og öllum heimill.

Við hvetjum alla nemendur skólans til að skella sér á tónleika 🙂

 

Myndir frá samspilstónleikum skólans 22. febrúar.

Myndir frá samspilstónleikum skólans 22. febrúar.

Þann 22. febrúar voru haldnir árlegir samspilstónleikar tónlistarskólans.  Í ár voru tónleikarnir bæði fyrir nemendur og nemendur og fjölskyldur. Mæður, feður, systkini, frændur og frænkur spiluðu og/eða sungu. Tónleikarnir voru afar vel heppnaðir og afar vel sóttir. Hjartans þakkir til nemenda, kennara og fjölskyldumeðlima 🙂