Framundan í maí, kennartónleikar og skólaslit!

Framundan í maí, kennartónleikar og skólaslit!

Senn líður að lokum skólaársins hjá okkur en tónleikagleðin er enn  mikil.  Í maí verða haldnir fernir kennaratónleikar og ein tónleikaútskrift hjá nemendum sem stundað hafa nám samkvæmt Suzukikennsluaðferðinni.

Þessi viðburðir verða þeir haldnir sem hér segir:

2. maí eru tónleikar nemenda Chrissiar Telmu á Hvolsvelli. Tónleikarnir hefjast kl. 18:00. Allir velkomnir! LOKIÐ

Chrissie Telma Guðmundsdótti fiðlukennari

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


3. maí eru tónleikar Aðalheiðar Margrétar á Hvolsvelli. Tónleikarnir hefjast kl. 17:00 Allir velkomnir!

Aðalheiður Margrét Gunnarsdóttir söng- og píanókennari

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


6. maí eru tónleikar hjá nemendum Guðrúnar Markúsdóttur á Hvolsvelli. Tónleikarnir hefjast kl. 11:00. Allir velkomnir!

Guðrún Markúsdóttir

 

 

 

 

 

 

 


8. maí eru tónleikar nemenda Guðjóns Halldórs í Safnaðarheimlinu á Hellu. Tónleikarnir hefjast kl. 17:00.  Allir velkomnir!

Guðjón Halldór Óskarsson píanókennari

 

 

 

 

 

 


12. maí eru tónleikar nemenda Ulle Hahndorf og Örlygs Benediktssonar í Safnaðarheimilinu á Hellu. Tónleikarnir hefjast kl. 16:00. Allir velkomnir!

Örlygur klarínettu og saxófónkennari


Síðasti kennsludagur Tónlistarskóla Rangæinga er föstudagurinn 19. maí.

Skólaslit verða 23. maí kl. 16:00 í Menningarsalnum á Hellu.

Opið er fyrir umsóknir vegna skólaársins 2017 – 2018.

Smellið HÉR til að nýskrá nemendur. Skráningu lýkur 20. maí.

Afmælistónleikar nemenda 1. maí kl. 16:00 í Hvolnum

 

Nú er komið að lokaviðburði 60 ára afmælisárs Tónlistarskóla Rangæinga. Þann 1. maí kl. 16:00 verður sannkölluð tónlistarveisla í Hvolnum þar sem heyra má flutta fjölbreytta tónlist  sem nemendur skólans flytja. Það er okkur sönn ánægja að bjóða þig/ykkur velkomin á þennan viðburð og fagna með okkur. Hér má hlaða niður dagksrá tónleikanna: Dagskrá afmælistónleika nemenda 1. maí 2017

 

 

Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari og frumkvöðull í íslensku tónlistarlífi kom til okkar í heimsókn

Laugardagurinn 22. apríl var stútfullur af tónlist og gleði 🙂

Við fengum í heimsókn til okkar  Rut Ingólfsdóttur fiðluleikara, stofnanda Kammersveitar Reykjavíkur og handahafa heiðursverðlauna hinna Íslensku tónlistarverðlauna árið 2016. Rut færði skólanum að gjöf bók, “Saga Kammersveitar Reykjavíkur  1974 – 2016 – þegar draumarnir rætast” eftir hana sjálfa en hún stýrði Kammersveit Reykjavíkur í 40 ár.
Einnig færði hún  skólanum að gjöf fjöldann allan af geisladiskum bæði einleiksdiska þar sem hún spilar sjálf sem og alla geisladiska sem Kammersveitin hefur gefið út.

Tónlistarskóli Rangæinga þakkar fyrir þessar höfðinglegu gjafir. Þær munu nýtast skólanum og nemendum hans vel og eru vitnisburður um mikið og merkilegt frumkvöðlastarf Rutar Ingólfsdóttur í íslensku tónlistarlífi og tónlistarsögunni okkar.

Skólinn greip tækifærið í þessari heimsókn Rutar og óskaði eftir því að hún héldi masterclass fyrir nokkra fiðlunemendur. Hún varð við þeirri bón og kunnum við henni góðar þakkir fyrir.