Það er vor í lofti...

... og þó að það sé ennþá kalt í veðri, þá er sumar á næsta leiti og bara sjö kennsluvikur eftir af þessu skólaári!

Apríl er hefðbundinn kennslumánuður fyrir flesta nemendur, en þann 13. apríl fara fram Svæðistónleikar Nótunnar sem er Uppskeruhátíð Tónlistarskólanna og er Tónlistarskóli Rangæinga að fara með þrjú atriði á tónleikana sem verða haldnir í Salnum í Kópavogi. 

Í lok apríl verða síðan áfangapróf, en það eru fjórir nemendur skólans að undirbúa grunnpróf og einn nemandi að undirbúa miðpróf.