Dagskrá marsmánaðar.

Í dag, öskudag, er engin kennsla í skólanum. Nemendur, foreldrar og forráðamenn fengu sendan póst í gær ef þeir skyldu ekki hafa kynnt sér skóladagatalið okkar.

Kennsla er með hefðbundnum hætti en frá 20. mars til 7. apríl munu  sumir nemendur þreyta stigspróf samkvæmt skólanámskrá. Þau próf fara fram inni í tímum nemenda. Foreldrar ættu nú þegar að vera upplýstir um stigsprófin. Þeir eru að sjálfsögðu velkomnir að fylgja börnunum í prófið.

Þann 27. og 28. mars fara svo fram áfangapróf og stigspróf hjá nokkrum kennurum. Þann 28. mars er formlegur prófadagur fyrir áfangapróf.  Þann dag fellur kennsla niður í skólanum.

Tvennir tónleikar verða haldnir í mars. Þann 16. mars á Hvoslvelli þar sem fram koma nemendur Maríönnu Másdóttur og þann  22. mars þar sem fram koma nemendur  Þórunnar Elfu, Kristínar og Sigríðar. Tónleikarnir verða auglýstir nánar síðar.