Forskóli

Forskóli í tónlist er stærsta samstarfsverkefni tónlistarskólans við leikskóla og grunnskóla sýslunnar.  Það er okkur mikilvægt að upplýsingaflæði frá okkur sé fullnægjandi.

Okkur langar til að vekja athygli foreldra barna í elstu deild leikskóla og 1. – 4. bekkjar grunnskóla  á upplýsingum um forskólanámið á heimasíðu skólans.

Það er okkur mikilvægt að foreldrar viti hvað fer fram í forskólanum og hvernig námið er byggt upp. Tengiliður við forskólakennarar skólans er deildarstjóri leikskóla og umsjónarkennari í grunnskóla.

Ef þið hafið spurningingar varðandi námið og kennsluna eiga foreldrar að hafa samband beint við deildarstjóra leikskólans eða umsjónarkennara barnsins sem síðan kemur erindinu áleiðs til tónlistarskennara eða skólastjóra tónlistarskólans.

Ábendingar varðandi efnið á upplýsingasíðu fyrir forskólann eru vel þegnar. Sendið þær  í tölvupósti á tonrang@tonrang.is.

 

 

Gjöf til skólans

Í sumar barst skólanum vandaður gítar að gjöf frá Amiko Grubbins  sem var að ferðast um landið með gítarhljómsveit frá S – Kalíforníu. Hljómsveitin gisti á Hallkelshólum og hélt tónleika á Lava safninu og í Hvergerðiskirkju.  Fararstjóri hópsins hér á Íslandi hitti Jens Gítarkennara í sumar og afhenti honum þessa góðu gjöf. Myndin var tekið við það tilefni. Skólinn þakkar kærlega fyrir þessa fallegu gjöf.