- Vakin er athygli á því að öllu hljóðfæranámi við Tónlistarskóla Rangæinga fylgir nám í hliðarfögum. Hliðarfögin eru skyldunámsgreinar við skólann og nauðsynlegur hluti námsins til að geta lokið áfangaprófi að fullu samkvæmt Aðalnámskrá. Hliðarfög sem kennd eru í tónlistarnámi við skólann eru: tónfræði, hljómfræði, nótnalestur, tónheyrn, tónlistarsaga, samsöngur, strengjasveit og ryþmískt samspil. Allir nemendur hefja tónfræðinám í hljóðfæratímum en fara síðar í hóptíma. Hljómfræði er aðeins kennd við skólann ef fjöldi nemenda í hóp er minnst 4. Á þessu eru þá aðeins gerðar undantekningar ef nemandi hyggst ljúka framhaldsprófi á hljóðfæri við skólann.
Við Tónlistarskóla Rangæinga skólaárið 2016 – 2017 er kennt á eftirfarandi hljóðfæri samkvæmt Aðalnámskrá. Blaðsíðunúmerið vísar á umfjöllun um viðkomandi hljóðfæri í greinanámskrá.
Klarinetta (bls. 101) kennslan fer fram á Selfossi
Saxófónn (bls. 167) kennslan fer fram á Selfossi