Tónfræðigreinar

Tónfræðigreinar eru skyldunámsgreinar og hluti af áfangaprófum. Áfangaprófi samkvæmt Aðalnámskrá telst ekki lokið að fullu nema prófi í samsvarandi áfanga í tónfræði/hljómfræði sé lokið. Við Tónlistarskóla Rangæinga er kennd tónfræði samkvæmt námskrá um tónfræðigreinar. Áhersla er lögð á að nemendur ljúki grunnprófi og miðnámi í tónfræði.  Kennsla í hljómfræði sem er hluti af námi á framhaldsstigi fer fram ef fjöldi nemenda er nægur til að mynda hópa. Bent er á að hægt er að stunda fjarnám í hljómfræði við Menntaskólann í Tónlist. http://menton.is/index.php/fjarnam/

Umsjón: Þórunn Elfa Stefánsdóttir