“Rytmísk tónlist er samheiti yfir djass, rokk og aðrar stíltegundir af afrísk-amerískum uppruna. Nám í rytmískri tónlist hefur nokkra sérstöðu innan tónlistarskóla, einkum vegna þess að um sérhæft nám er að ræða í hljóðfæraleik, tónfræðigreinum og samleik. Uppbygging námsins er þó svipuð öðru hljóðfæranámi og námskröfur sambærilegar en viðfangsefni eru að verulegu leyti frábrugðin þeim sem fengist er við í öðru tónlistarnámi. “ (Úr Aðalnámskrá tónlistarskóla, almennur hluti bls. 20)
Skólaárið 2016 - 2017 var lagður grunnur að ryþmískri deild við Tónlistarskóla Rangæinga. boðið var uppá námskeið m.s. í jazz píanóleik. Ryþmískir hóptímar voru í boði bæði á Hellu og á Hvolsvelli.
Fjórir tónlistarkennarar starfa nú við skólann sem eru menntaðir í Tónlistarskóla FÍH. Þessir kennarar munu hafa umsjón með áframhaldandi uppbyggingu ryþmísks náms við skólann.
Áhersla verður lögð á að undirbúa nemendur í ryþmísku tónlistarnámi undir þær kröfur sem gerðar eru í áframahaldandi námi. Auk einkatíma á hljóðfærið eða söng er nemendum skylt að stunda nám í hliðarfögum sem eru hluti alls tónlistarnáms við skólann. Hliðarfög fyrir nemendur í ryþmísku námi eru samspil, tónfræði og tónlistarsaga.
Við skólann kennt á eftirfarandi hljóðfæri samkvæmt rytmískri námskrá. Reglulega verður boðið uppá námskeið og kynningar tengdum ryþmísku námi: RafbassiRafgítarRyþmískur söngur bls. 2017Trommur
*Hafa ber í huga að kröfur námskrár í rytmískri tónlist eru miklar hvað varðar tónnæmi, tónheyrn og raddþroska þeirra sem vilja hefja nám í rytmískum söng. Nemendur sem vilja stunda söngnám eru eindregið hvattir til að hefja nám í hefðbundnu einsöngsnámi skorti þá tónlistarlegan raddlegan þroska til að stunda nám í rytmískum söng. Í hefðbundnu einsöngsnámi eru kynntar hinar ýmsu stíltegundir fyrir nemendum. Í grunnámi fá nemendur jafnframt að syngja dægurlög og lög úr söngleikjum, kennd eru grundvallaratriði í míkrafóntækni o.fl.Smellið til að skoða námskrá: Rytmísk tónlist. Nemendum er sérstaklega bent á að lesa “Tengsl við nám í klassískri tónlist” á bls. 11