Tónleikareglur
- Nemendur sem eiga að koma fram á tónleikum, eiga að mæta á tónleikastað 10-15 mín. áður en tónleikarnir eiga að hefjast.
Nemendur skulu vera snyrtilegir til fara.
- Tilkynna þarf forföll tímanlega fyrir tónleika.
- Tónleikagestir eiga að sitj alla tónleikana af tillitsemi við flytjendur. Nemendur sem lokið hafa leik sínum skulu sitja rólega út tónleikana.
- Það þarf að vera algjör undantekning að áheyrandi yfirgefi tónleika meðan á þeim stendur, en ef nauðsyn krefur skal það gert í klappi á milli atriða. Ef áheyrandi mætir of seint á tónleika er sjálfsögð tillitsemi að ganga ekki til sætis nema í klappi á milli atriða.
- Börn eru velkomin á tónleika, en foreldrar/forráðamenn þeirra eru beðnir um að sjá til þess að þau valdi ekki truflun.
- Allir skulu hafa slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur.
- Njótið tónleikanna!