Í dag fóru Eydís og Valla með 5.bekk í náttúrufræði í Rjóðrið. Á leiðinni tíndum við laufblöð og sveppi en við höfum verið að fræðast um skóga, tré og sveppi í náttúrufræðibókinni okkar í vikunni. Allir voru duglegir og áhugasamir og tíndu heilan helling. Við spáðum og spekúleruðum í hinum ýmsu jurtum, laufblöðum og sveppum. Við munum svo í næstu viku skoða laufblöðin betur og greina þau með greiningarlyklum. Einnig ætlum að skoða sveppina í víðsjá og fletta þeim upp í sveppabók sem einn nemandi okkar var svo góður að koma með. Við tókum auðvitað fullt af myndum. Frábær tími í góðu veðri með flottum krökkum.
Vallarbraut 16 | 860 Hvolsvöllur Símanúmer á Hellu: 487 5944 Símanúmar á Hvolsvelli: 488 4280 Netfang: tonrang@tonrang.is |
Skrifstofa skólans er opin frá Netfang: tonrangrit@tonrang.is |
:)