Á síðasta skólaári færði Kirkjukórasamband Rangárvallarprófastsdæmis Tónlistarskóla Rangæinga stóra peningagjöf í tilefni 60 ára afmælis skólans. Peningagjöf sambandsins hefur verið og er nýtt til að efla hljóðfæraeign skólans. Við skólabyrjun verða teknar í notkun nýjar fiðlur sem keyptar voru í sumar og verða þær meðal annars nýttar til fiðlukennslu leikskólabarna á Laugalandi. Peningagjöfin var einnig nýtt til að festa kaup á tveimur harmoníkum sem leigðar verða út en hingað til hefur skólinn leigt hljóðfæri frá Selfossi til að anna eftirspurn eftir hljóðfærum. Á næstu vikum og mánuðum kaupir skólinn bæði þverflautur og blokkflautur til að leigja út og í forskólakennslu. Á meðfylgjandi mynd er Guðlaug Oddgeirsdóttir sem færði skólanum peningagjöfina fyrir hönd sambandsins og Chrissie Telma Guðmundsdóttir fiðlukennari með nýju fiðlurnar og harmoníkurnar tvær. Tónlistarskóli Rangæinga þakkar fyrir þessa góðu gjöf frá Kirkjukórasambandinu.
Vallarbraut 16 | 860 Hvolsvöllur Símanúmer á Hellu: 487 5944 Símanúmar á Hvolsvelli: 488 4280 Netfang: tonrang@tonrang.is |
Skrifstofa skólans er opin frá Netfang: tonrangrit@tonrang.is |
:)