Afmælistónleikar Suzukisambandsins

Í gær sunnudag hélt Suzukisamband Íslands uppá 30 ára afmæli. Af því tilefni var efnt til stórtónleika í Norðurljósasal Hörpu. Þrír nemendur úr okkar skóla komu fram á tónleikunum. Hér eru nemendurnir með kennaranum sínum, Guðrúnu Markúsdóttur. Þær stóðu sig með miklum sóma og við erum afskaplega glöð að vera farin að geta boðið nemendum uppá Suzukinám við skólann. nemendur Guðrúnar á afmælistónleikum