Um næstu helgi verður námskeiðið "Fiðlufjör" haldið í Tónlistarskólanum á Hvolsvelli. Í tenglsum við námskeiðið voru og eru einnig haldnir tónleikar þar sem strengir eru í aðalhlutverki. Í gær 12. júní kom strengjasveitin "Íslenskir strengir" í heimsókn á Hvolsvöll og hélt stórglæsilega tónleika í Hvolnum ásamt einsöngvurum og föstudaginn 15. júní kl. 17:00 verða haldnir aðrir tónleikar í Hvolnum. Þá koma fram kennararnir sem kenna á námskeiðinu ásamt gesti, þau Chrissie Telma Guðmundsdóttir, fiðluleikari, Einar Bjartur Egilsson, píanóleikari og Ayisha Elisabeth Moss, fiðluleikari fra bandarikjunum. Gestur tónleikanna er: Kristi Hanno, klarinettuleikari frá bandaríkjunum Sjá nánar auglýsingu á Fb hér: https://www.facebook.com/events/814754152053502/. Miðaverð er 2000 kr. Á laugardaginn verða svo haldnir nemendatónleikar í Hvolnum. Þá leika þeir nemendur sem tóku þátt í námskeiðinu. Aðgangur ókeypis!
Vallarbraut 16 | 860 Hvolsvöllur Símanúmer á Hellu: 487 5944 Símanúmar á Hvolsvelli: 488 4280 Netfang: tonrang@tonrang.is |
Skrifstofa skólans er opin frá Netfang: tonrangrit@tonrang.is |
:)