Skólastarf Tónlistarskóla Rangæinga er hafið. Við viljum bjóða nemendur, foreldra og/eða forráðamenn velkomna til starfa og samstarfs á þessu skólaári. Flestir nemendur ættu að vera komnir hljóðfæratíma inn í stundatöflu en hóptímar hefjast ekki fyrr en um miðjan september. Næsta kennsluvika 3. - 7. september er foreldravika. Í þeirri viku viljum við bjóða foreldrum að líta við í tíma til barnanna sinna. Tónlistarkennarar munu þá fara yfir námsmarkmið vetrarins, upplýsa foreldra um uppbyggingu tónlistarnámsins samkvæmt greinanámskrám, vísa á upplýsingar um námið á heimasíðu skólans og svara spurningum um námið, fara yfir skóladagatalið, markmið og kröfur í tónlistarnámi samkvæmt Aðalnámskrá sem stefna og markmið skólans okkar byggir á. Allar upplýsingar um skólann og námið eru aðgengilegar á heimasíðu skólans www.tonrang.is undir "Námið". Það er metnaður okkar að upplýsingar um tónlistarnámið séu aðgengilegar og augljósar. Við uppfæræum heimasíðuna reglulega og biðjum ykkur að senda okkur ábendingar ef þið teljið að eitthvað megi betur fara. Með ósk um góðan tónlistarvetur, Sigríður Aðalsteinsdóttir skólastjóri netfang: tonrang@tonrang.is Sími: 8689858
Vallarbraut 16 | 860 Hvolsvöllur Símanúmer á Hellu: 487 5944 Símanúmar á Hvolsvelli: 488 4280 Netfang: tonrang@tonrang.is |
Skrifstofa skólans er opin frá Netfang: tonrangrit@tonrang.is |
:)