Það er sönn ánægja að segja frá því að á Lokahátíð Nótunar sem fram fór í Hofi á Akureyri í gær var atriði Tónlistarskóla Rangæinga valið eitt af tíu framúrskarandi atriðum á hátíðinni. Alls voru flutt 24 atriði af öllu landinu sem valin voru til þátttöku á svæðistónleikum Nótunnar sem fram fóru fyrr á árinu. Við erum auðvitað að springa úr stolti yfir okkar fólki :-) Við óskum Gísellu Hannesdóttur og kennaranum hennar Glódísi Margréti sem fylgdi henni til Akureyrar hjartanlega til hamingju! Gíeslla Hannesdóttir
Vallarbraut 16 | 860 Hvolsvöllur Símanúmer á Hellu: 487 5944 Símanúmar á Hvolsvelli: 488 4280 Netfang: tonrang@tonrang.is |
Skrifstofa skólans er opin frá Netfang: tonrangrit@tonrang.is |
:)