Í gær, þann 30. desember, á árlegu jólaballi Kvenfélagsins Hallgerðar í Fljótshlíð, færði félagið Tónlistarskóla Rangæinga afmælisgjöf, peningagjöf að upphæð 40.000 kr. Fyrir hönd skólans þakka ég hjartanlega fyrir þessa góðu gjöf og hlýhug í okkar garð. Peningarnir verða nýttir til tækjakaupa í nafni kvenfélagsins. Sannarlega góður endir á góðu ári hjá skólanum okkar. Bestu þakkir einnig til nemenda skólans sem komu fram við þetta tækifæri og Aðalheiðar Margrétar umsjónarmanns rafamagnaðs sampsils á Hvolsvelli.
Vallarbraut 16 | 860 Hvolsvöllur Símanúmer á Hellu: 487 5944 Símanúmar á Hvolsvelli: 488 4280 Netfang: tonrang@tonrang.is |
Skrifstofa skólans er opin frá Netfang: tonrangrit@tonrang.is |
:)