Um helgina fóru fram jólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands í Skálholti, en í hljómsveitinni spila nokkrir kennarar Tónlistarskóla Rangæinga.
Eins og undanfarin ár, þá gátu lengra komnir strengjanemendur af Suðurlandi fengið að spila með hljómsveitinni, og voru það þrír nemendur Tónlistarskóla Rangæinga þetta árið.
Hljómsveitin fékk svo til liðs við sig tvo einsöngvara og kór Menntaskólans að Laugarvatni og úr því urðu þessir stórkostlegu tónleikar.
Fyrir hönd nemenda okkar þökkum við stjórnanda Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands kærlega fyrir þetta tækifæri, svo og þeim kennurum sem sáu um undirbúning nemenda og aðstoðuðu á tónleikunum.
Á meðfylgjandi mynd má sjá hóp strengjanemenda auk stjórnanda hljómsveitarinnar Guðmunds Óla Gunnarssonar og strengjakennaranna, en það eru Guðmundur Pálsson, Uelle Hahndorf og Guðmundur Kristmundsson. Auk þeirra spiluðu Guðjón Halldór Óskarsson og Jóhann Ingvi Stefánsson með hljómsveitinni en þeir kenna líka báðir við Tónlistarskóla Rangæinga.
Vallarbraut 16 | 860 Hvolsvöllur Símanúmer á Hellu: 487 5944 Símanúmar á Hvolsvelli: 488 4280 Netfang: tonrang@tonrang.is |
Skrifstofa skólans er opin frá Netfang: tonrangrit@tonrang.is |
:)