Kennsla í Tónlistarskóla Rangæinga hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 4. janúar! Janúarmánuður er frekar rólegur en tíminn fram að páskum er fljótur að líða og mikilvægt að vera á tánum og fylgjast vel með. Skipulag tónleika á vorönn verður kynnt fljótlega uppúr miðjum janúar og mikilvægt er að hafa í huga að öll stigspróf og áfangapróf fara fram fyrir páska. Stærsti viðburður vorannar eru afmælistónleikar nemenda sem verða haldnir þann 1. maí í Hvolnum. Þar kemur fram ryþmasveit skólans og lengra komnir nemendur í klassísku námi. Við þetta tækifæri verður nýtt hljóðkerfi skólans vígt. Á vorönn verður nemendum í 8. - 10. bekk boðið uppá að taka þátt í vinnubúðum með góðum gestum þar sem áhersla verður lögð á skapandi vinnu. Allir tónleikar, viðburðir og námskeið verða auglýst sérstaklega og með góðum fyrirvara.
Vallarbraut 16 | 860 Hvolsvöllur Símanúmer á Hellu: 487 5944 Símanúmar á Hvolsvelli: 488 4280 Netfang: tonrang@tonrang.is |
Skrifstofa skólans er opin frá Netfang: tonrangrit@tonrang.is |
:)