Á dögunum fór Guðrún Markúsardóttir með suzukinemendur sína í ferð til Reykjavíkur. Þau heimsóttu Tónastöðina og léku þar saman á flygla í búðinni. Heimsóknin tókst með miklum ágætum og við erum stolt af okkar fólki.
Suzukinemendur Guðrúnar Markúsdóttur og foreldrar Írena Víglundsdóttir söng- og píanónemandiÞann 25. febrúar á þingi Rótarýklúbbs Rangæinga um náttúruvá í Rangaárþingi kom fram söngnemandi frá skólanum. Írena Víglundsdóttir stundar nám á miðstigi í söng og á píanó á grunnstigi. Hún flutti nokkur lög ásamt Guðjóni Halldóri Óskarssyni. Einnig lék hún sjálf undir nokkrum laganna. Virkilega efnileg söngkona hér á ferðinni sem stefnir að taka miðpróf í söng í apríl næstkomandi.
Vallarbraut 16 | 860 Hvolsvöllur Símanúmer á Hellu: 487 5944 Símanúmar á Hvolsvelli: 488 4280 Netfang: tonrang@tonrang.is |
Skrifstofa skólans er opin frá Netfang: tonrangrit@tonrang.is |
:)