Síðustu daga hafa kennarar tónlistarskólans verið að raða niður í stundarskrá vetrarins. Þetta getur verið dálítið púsluspil en nú ættu flestir að vera komnir með sína hljóðfæratíma. Undantekning eru þeir nemendur sem eru að fá nýja kennara. Það getur dregist aðeins fram í vikuna.
Hóptímar, tónfræði, hljómfræði, tónlistarsaga, ryþmískt samspil og strengjasveit, hefjast um miðjans september. Suzukihóptímar hjá blokkflautu, píanói og strengjum um svipað leiti.
Hóptímatöflur ættu að vera tilbúnar undir lok þessarar viku.
Ég veit að þetta er dálítill hamagangur fyrstu dagana og vikurnar að komast í fast form en þó vona ég að þetta gangi þannig að allir séu sáttir. Ef eitthvað er þá endilega hringið í mig til að ræða málin.
Fjórir nýjir kennarar eru að hefja störf við skólann. Það eru: Chrissie Thelma Guðmundsdóttir fiðluleikari sem kennir á fiðlu og í forskóla, Krístín Jóhanna Dudziak sem kennir á blokkflautu og í forskóla, Sigurgeir Flosi Skaftason sem kennir á rafbassa og rafgítar og Skúli Gíslason trommuleikari sem kennir á trommur.
Vallarbraut 16 | 860 Hvolsvöllur Símanúmer á Hellu: 487 5944 Símanúmar á Hvolsvelli: 488 4280 Netfang: tonrang@tonrang.is |
Skrifstofa skólans er opin frá Netfang: tonrangrit@tonrang.is |
:)