Rausnarleg gjöf frá Minningarsjóði Guðrúnar Gunnarsdóttur

Í ár fékk Tónlistarskóli Rangæinga mjög rausnarlega gjöf þegar Minningarsjóður Guðrúnar Gunnarsdóttur var lagður niður. Skólinn keypti bjöllukór fyrir peninginn, en afgangurinn verður nýttur til að kaupa ýmsa aukahluti svo bjöllukórinn geti tekið til starfa. 

Guðrún Gunnarsdóttir var fædd 5. maí 1958 en lést 27. apríl 1983, en hún var alin upp á Hvolsvelli. Hún stundaði nám við Tónlistarskóla Rangæinga. Móðir hennar stofnaði minningarsjóðin árið 2015, en árið 2024 var hann lagður niður eins og fyrr segir.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Ísólf Gylfa Pálmason, stjórnarformann minningarsjóðsins afhenda minningarspjald um Guðrúnu. Við spjaldinu tóku Christiane L. Bahner, núverandi skólastjóri skólans og Sandra Rún Jónsdóttir, skólastjóri skólans í fæðingarorlofi, en Sandra Rún mun síðan sjá um að byggja upp starfsemi bjöllukórs í Rangárþingi.