Reykjavíkurferð 2016 - lokadagar skráningar!

Reykjavíkurferð Tónlistarskóla Rangæinga verður þann 19. maí 2016. Sendur var póstur til foreldra og forráðamanna allra nemenda í einkanámi í síðustu viku og þeir beðnir að skrá börnin í Reykjavíkurferðina með því að senda tölvupóst. Nemendur fengu/fá einnig miða heim sem þeir geta skilað til kennara eða á skrifstofu skólans. Tilhögun ferðarinnar verður með svipuðu sniði og undanfarin ár. Rútur fara frá grunnskólum og ekið er til Reykjavíkur. Börnunum var skipt í hópa eftir hljóðfærum og kennarar höfðu umsjón hver með sínum hópi. Farið verður út að borða við komuna til Reykjavíkur og svo  í leikhúsið. Í fyrra gafst þó smá rými til að rölta í Kringlunni. Börnin fóru þá í hópum með sínum kennurum og gengu svo úr Kringlunni yfir í Borgarleikhúsið. Það gekk það allt mjög vel en við vitum ekki enn hvort að tími mun gefast til þess í ár. Nemendur á unglingastigi urðu að koma með skriflegt leyfi foreldra til að fá að fara einsömul í Kringluna. Sami háttur verður hafður á í vor ef tími skapast eftir matinn og þar til sýningin hefst. Nú er ljóst Hamborgarafabrikkan vill endilega taka á móti okkur aftur enda voru nemendur frá okkar sveitarfélögum til sóma hvað varðar framkomu og hegðun. Þjónustan þar var mjög góð í fyrra. Maturinn var fallega fram borinn og vel útilátinn. Sýningin hefst kl. 20:00 og því má gera ráð fyrir heimkomu um miðnætti.  Upplýsingar um sýninguna má lesa ef smellt er á myndina hér fyrir neðan.

Við viljum vekja athygli á því að börn að 10 ára aldri þurfa  að vera í fylgd með foreldri/fullorðnum í Reykjavíkurferðinni nema um annað sé sérstaklega samið. T.d. að eldra systkini verði ávallt í fylgd með því og systkinin í hópi undir handleiðslu kennara. Eitt foreldri getur líka tekið að sér ábyrgð á fleiri ein einu barni fyrir hönd annararra. Mikilvægt er að við séum látin vita af því hver ber ábyrgð á nemendum skólans sem eru yngri en 10 ára. 

  mammamia.width-1000