Í dag, þriðjudaginn 17. maí, er síðasti kennsludagur skólaársins hjá Tónlistarskóla Rangæinga. Skólaslitin eru næsta föstudag þann 20. maí kl. 17:00. Þá er afhending einkunna, tónleikar, kaffi og með því.
Nú ættu allir sem ætla sér að halda áfram námi við Tónlistarskóla Rangæinga á næsta skólaári að vera búnir að endurnýja. Laus pláss hafa verið auglýst og um að gera að drífa sig í að skrá ef hugurinn stefnir á tónlistarnám.
Skráning í tónlistarnám fer fram rafrænt á www.tonrang.is.
Vallarbraut 16 | 860 Hvolsvöllur Símanúmer á Hellu: 487 5944 Símanúmar á Hvolsvelli: 488 4280 Netfang: tonrang@tonrang.is |
Skrifstofa skólans er opin frá Netfang: tonrangrit@tonrang.is |
:)