Laugardagurinn 22. apríl var stútfullur af tónlist og gleði :-) Við fengum í heimsókn til okkar Rut Ingólfsdóttur fiðluleikara, stofnanda Kammersveitar Reykjavíkur og handahafa heiðursverðlauna hinna Íslensku tónlistarverðlauna árið 2016. Rut færði skólanum að gjöf bók, "Saga Kammersveitar Reykjavíkur 1974 - 2016 - þegar draumarnir rætast" eftir hana sjálfa en hún stýrði Kammersveit Reykjavíkur í 40 ár. Einnig færði hún skólanum að gjöf fjöldann allan af geisladiskum bæði einleiksdiska þar sem hún spilar sjálf sem og alla geisladiska sem Kammersveitin hefur gefið út. Tónlistarskóli Rangæinga þakkar fyrir þessar höfðinglegu gjafir. Þær munu nýtast skólanum og nemendum hans vel og eru vitnisburður um mikið og merkilegt frumkvöðlastarf Rutar Ingólfsdóttur í íslensku tónlistarlífi og tónlistarsögunni okkar. Skólinn greip tækifærið í þessari heimsókn Rutar og óskaði eftir því að hún héldi masterclass fyrir nokkra fiðlunemendur. Hún varð við þeirri bón og kunnum við henni góðar þakkir fyrir.
Vallarbraut 16 | 860 Hvolsvöllur Símanúmer á Hellu: 487 5944 Símanúmar á Hvolsvelli: 488 4280 Netfang: tonrang@tonrang.is |
Skrifstofa skólans er opin frá Netfang: tonrangrit@tonrang.is |
:)