Ryþmíska deildin okkar

Á þessu skólaári heldur áfram uppbygging ryþmískrar deildar sem stofnuð var afmælisári skólans. Starf deildarinnar tekur nú mið af kröfum ryþmískrar námskrár og deildin heldur sérstaka tónleika tvisvar sinnum á ári. Fyrri tónleikar deildarinnar fóru fram 29. nóvember. Tónleikarnir voru afar vel heppnaðir og óhætt að segja að starfið sem  Sigurgeir Skafti Flosason er að vinna með nemendum lofi góðu.