Þá er komið að síðustu tónleikunum hjá okkur í nóvember. Þeir eru næsta miðvikudag, þann 28. nóvember og hefjast kl. 18:00. Tónleikarnir verða í skólanum á Hvolsvelli. Þetta eru tónleikar Sigurgeirs Skafta og ryþmísku nemendanna sem taka þátt í samspili hjá honum. Nemendurnir stunda nám á rafgítar og rafbassa hjá Skafta, á trommur hjá Skúla Gíslasyni og söngvararnir stunda ryþmískt söngnám hjá Unni Birnu Björnsdóttur. Allir velkomnir!
Vallarbraut 16 | 860 Hvolsvöllur Símanúmer á Hellu: 487 5944 Símanúmar á Hvolsvelli: 488 4280 Netfang: tonrang@tonrang.is |
Skrifstofa skólans er opin frá Netfang: tonrangrit@tonrang.is |
:)