Síðasta vetur hófst uppbygging ryþmadeildar við Tónlistarskóla Rangæinga. Deildin er að vaxa og í vetur verður boðið uppá hóptíma fyrir nemendur sem stunda nám á rafmögnuð hljóðfæri og trommur á Hellu og á Hvolsvselli. Á næstu dögum verða tímarnir auglýstir. Í vetur verður unnið með sérstakt verkefni tengt 60 ára starfsafmæli skólans. Verkefnastjóri er Aðalheiður Margrét Gunnarsdóttir söngkennari. Með henni starfa Sigurgeir Skafti Flosason rafbassakennari og Skúli Gislason trommukennari. Nemendum sem stunda nám á klassísk hljóðfæri er boðið að taka þátt í rafmögnuðu samspili óski þeir eftir því. Gert er ráð fyrir að þeir séu þá komnir með nokkuð vald á hljóðfærinu og taki ákvörðun um þátttöku í samráði við hljóðfærakennara. Sömu reglur gilda fyrir þessa hóptíma og aðra. Mætingar er skráðar og umsögn og einkunn gefin eftir veturinn.
Vallarbraut 16 | 860 Hvolsvöllur Símanúmer á Hellu: 487 5944 Símanúmar á Hvolsvelli: 488 4280 Netfang: tonrang@tonrang.is |
Skrifstofa skólans er opin frá Netfang: tonrangrit@tonrang.is |
:)